1.11.2021
9. tbl. 2021 - nóvember
Jarðvegsframkvæmdir eru enn í fullum gangi vegna stækkun á norðurbyggingu til austurs, Austur vængur. Sprengingum á klöpp er nú lokið en verið er að rippa og fleyga klöppina og því getur fylgt smávægilegt ónæði vegna titrings og hávaða. Áætlað er að þeirri vinnu verði lokið seinnipartinn í nóvember ásamt allri jarðvinnu. Í framhaldi af því mun uppbygging á svæðinu hefjast þar sem byrjað verður á vinnu við uppsteypu á kjallara og reisingu á byggingunni.