Hoppa yfir valmynd
13.6.2024
Kostnaðarsamt að gera nýjan flugvöll

Kostnaðarsamt að gera nýjan flugvöll

Jarðhræringar á Reykjanesi hafa vakið upp spurningar um öryggi Keflavíkurflugvallar og framtíðarmöguleika hans. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Sveinbjörn Indriðason, forstjóri, að völlurinn sé líklega á besta hugsanlega stað á Reykjanesinu með tilliti til eldsumbrota. Hann bendir á að það muni kosta hundruð milljarða að byggja annan alþjóðaflugvöll á öðrum stað sem geti sinnt tengiflugi líkt og Keflavíkurflugvöllur.

Viðtalið má lesa hér og fyrir neðan.

Flugvöllur kostar hundruð milljarða

Svein­björn Indriðason for­stjóri Isa­via seg­ir það mundu kosta hundruð millj­arða að byggja ann­an alþjóðaflug­völl sem geti sinnt tengiflugi líkt og Kefla­vík­ur­flug­völl­ur.

Til­efnið er umræða um ör­yggi Kefla­vík­ur­flug­vall­ar vegna jarðhrær­inga á Reykja­nesi og fyrri umræða um að reisa flug­völl í Hvassa­hrauni.

Spurður hvort raun­hæft væri að byggja ann­an alþjóðaflug­völl á Suður­landi, meðal ann­ars til að dreifa bet­ur um­ferð er­lendra ferðamanna, seg­ir Svein­björn mik­il­vægt að gera sér grein fyr­ir um­fangi slíkr­ar fjár­fest­ing­ar fyr­ir jafn lítið hag­kerfi og Ísland er.

„Það er óhætt að full­yrða að það gæti kostað 300 til 500 millj­arða króna að byggja nýj­an alþjóðaflug­völl sem gæti tekið við tengiflug­inu,“ seg­ir Svein­björn og tek­ur fram að það sé fagnaðarefni að er­lend flug­fé­lög á borð við ea­syJet skuli hafa tekið ákvörðun um að fljúga beint á Ak­ur­eyr­arflug­völl.

Kall­ar á meiri fjár­fest­ingu

Sé hins veg­ar til skoðunar að byggja tengistöð til að þjón­usta mun fleiri farþega í tengiflugi þurfi að koma til miklu meiri fjár­fest­ing í innviðum.

Stærð flug­vél­anna sé ekki aðal­atriðið í þessu sam­hengi held­ur fjöldi véla sem þarf að þjón­usta dag­lega og all­ur sá fjöldi farþega sem þeim fylg­ir.

Hins veg­ar liggi fyr­ir að flug­vell­irn­ir á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum geti til dæm­is ekki tekið á móti stóru Air­bus A380-þot­un­um en þær taka allt að 853 farþega.

„Reynsl­an hef­ur sýnt að ís­lensku flug­fé­lög­in sjá viðskipta­tæki­færi í tengiflugi með minni vél­um, Air­bus-vél­un­um eða Boeing-vél­un­um, og það sama gera er­lendu flug­fé­lög­in.

Hins veg­ar er ekk­ert sem stend­ur tækni­lega í vegi fyr­ir að byggja ann­an alþjóðaflug­völl fyr­ir beint flug til og frá Íslandi. Stóra spurn­ing­in er hins veg­ar alltaf sú hvort það sé rétt for­gangs­röðun á rík­is­fjár­magni. Það er þannig lík­legt að sá flug­völl­ur muni seint og mögu­lega aldrei standa und­ir sér fjár­hags­lega. Fjár­bind­ing­in er ein­fald­lega svo mik­il.

Myndi bitna á upp­bygg­ingu

Í öðru lagi er ekki sér­lega skyn­sam­legt að færa þannig tekj­ur frá Kefla­vík­ur­flug­velli en þær eru nú nýtt­ar til að byggja upp tengistöðina sem styður við vöxt inn­lendu flug­fé­lag­anna sem skap­ar flug­teng­ing­ar en það skil­ar sér síðan í hag­vexti. Þannig að heild­ar­mynd­in er miklu stærri en svo að málið snú­ist um að byggja upp flug­braut úti á landi og ætla að nýr alþjóðaflug­völl­ur fari allt í einu að trekkja að er­lend flug­fé­lög. Það er því að mörgu að hyggja. Málið snýst ekki bara um að setja niður flug­braut. Síðast þegar byggð var flug­braut í Evr­ópu minn­ir mig að hún hafi kostað 60-70 millj­arða. Bara flug­braut­in,“ seg­ir Svein­björn.

Þetta eru háar upp­hæðir. Af hverju kost­ar svona mikið að gera flug­braut?

„Dæmi­gerð flug­braut er kannski 2,5-3 km á lengd og þarf að vera að minnsta kosti 45 metr­ar á breidd. Það eru allt aðrir staðlar sem fylgja því að gera flug­braut en að leggja vegi. Það þarf að fara dýpra í jarðvegs­skipt­um. Flug­braut krefst ann­ars styrk­leika í und­ir­lagi, mal­bikið þarf að vera þykk­ara og svo fylg­ir meðal ann­ars ljósa­búnaður og flug­leiðsögu­búnaður. Jafn­framt þarf slík fram­kvæmd að fara í gegn­um um­hverf­is­mat og staðlarn­ir sem þarf að upp­fylla eru miklu meiri og strang­ari en við vega­gerð.

Alþjóðleg­um flug­velli fyr­ir tengiflug fylgja líka marg­vís­leg­ir innviðir. Þar má nefna frá­veitu, bíla­stæði, flug­skýli, eldsneytisaf­greiðslu, flugaf­greiðslu og aðra innviði en sam­an­lagt er þetta fljótt farið að hlaupa á hundruðum millj­arða. Það er staðreynd sem við þurf­um að horf­ast í augu við í þessu litla landi okk­ar.“

Stuðull­inn myndi lækka

Spurður hvort þessi kostnaðaráætl­un eigi við alþjóðleg­an flug­völl í Hvassa­hrauni minn­ir Svein­björn á að rætt hafi verið um að sá flug­völl­ur gæti tekið á móti tengiflugi. Hægt væri að lækka kostnaðinn með því að hafa aðeins eina flug­braut, sem þó myndi senni­lega kosta yfir 60 millj­arða til viðbót­ar við aðra flug­stöð og flug­vall­artengda innviði, sem hlaupi á fleiri tug­um millj­arða króna, en það geri það að verk­um að nýt­ing­arstuðull­inn verður lægri en ef um tvær flug­braut­ir er að ræða.

Spurður hvaða áhrif jarðhrær­ing­arn­ar á Reykja­nesskaga, sem spáð er að muni jafn­vel vara í nokkr­ar ald­ir, hafi á framtíðarmögu­leika Kefla­vík­ur­flug­vall­ar seg­ir Svein­björn að völl­ur­inn sé lík­lega á besta hugs­an­lega stað á Reykja­nes­inu með til­liti til elds­um­brota. Völl­ur­inn standi uppi á heiði og sé utan þess svæðis þar sem jarðvís­inda­menn telja að eld­gos geti komið upp. Því sé ekki talið að hraun­rennsli geti ógnað innviðum. Öðru máli gegni um Hvassa­hraun.