Hoppa yfir valmynd
5.1.2022
Óveður kann að raska flugi

Óveður kann að raska flugi

Vegna veðurs getur orðið röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli frá kvöldi miðvikudagsins 5. janúar og fram eftir morgni fimmtudagsins 6. janúar 2022. Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðum vindi ásamt rigningu.

Áætlað er að óveðrið skelli á upp úr kl. 20 að kvöldi miðvikudagsins og nái hámarki á milli miðnættis og til kl. 4 aðfaranótt fimmtudagsins. Það gangi svo niður eftir því sem líður á morguninn.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Hægt er að skrá sig fyrir flugtilkynningum hér á vefnum og fá þær með Messenger eða Twitter.

Þá hefur flugi um innanlandsflugvelli verið aflýst vegna veðurs og má finna nánari upplýsingar um það á vefsíðum viðkomandi flugvalla og hjá flugfélögum.