Hoppa yfir valmynd
4.12.2021
Óveður kann að raska flugi um Keflavíkurflugvöll

Óveður kann að raska flugi um Keflavíkurflugvöll

Vegna veðurs getur orðið röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli sunnudaginn 5. desember 2021. Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðum vindi. Áætlað er að veður skelli á milli kl. 7 og 8 á sunnudagsmorgninum og að það gangi niður einhvern tíman milli kl. 18 og 21 síðdegis á sunnudeginum. Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Hægt er að skrá sig fyrir flugtilkynningum hér á vefnum og fá þær með Messenger eða Twitter.