Hoppa yfir valmynd

Jólahlaðborð Isavia og dótturfélaga

Hilton Reykjavík Nordica býður upp á glæsilega umgjörð í aðdraganda jóla nú sem endranær. Hlaðborðin eru sett upp á fjölda lifandi stöðva sem skapar skemmtilega upplifun fyrir gesti og kemur í veg fyrir langar raðir við borðin.

Yfir borðhaldi verður skemmtikraftur og í lok kvölds sláum við upp dansleik þar sem Stuðlabandið heldur uppi fjörinu.

Borðhald hefst 19:30 og lýkur borðhaldi 00:30.

Verð á starfsmann í starfsmannafélaginu og fyrir maka er 3.500 kr.- á mann. Þeir sem eru ekki í starfsmannafélaginu greiða kr 12.900 kr.- Innifalið í miðaverði eru 3 drykkir, hlaðborð og kaffi.

Rútuferðir verða í boði frá Keflavík og verður nánara skipulag fyrir það auglýst síðar. Verð í rúturnar er 500 kr.- á mann. Rukkað verður samkvæmt skráningu.

Lokað verður fyrir skráningu á mánudeginum fyrir hvert jólahlaðborð.

Aðgöngu- og drykkjarmiðar verða afhentir í móttöku á Reykjavíkurflugvelli og í móttöku á Keflavíkurflugvelli í vikunni fyrir hvert jólahlaðborð.

Tilboð er á gistingu á Nordica. 2 manna herbergi með morgunverð á 18.900 kr.- Takmarkaður fjöldi herbergja er í boði og bóka þarf 3 vikum fyrir viðburð í gegnum netfangið katringr@icehotels.is

Fyrir frekari upplýsingar sendið póst á staffid@isavia.is

ATH. Fullt er á allar dagsetningar jólahlaðborðsins.