Hoppa yfir valmynd

Öryggisvika Isavia 14.- 18. október

Isavia leggur ríka áherslu á öryggismál og að allt starfsfólk taki virkan þátt í að tryggja öryggi á vinnustaðnum. Til að efla þennan þátt mun verða haldin Öryggisvika dagana 14.- 18. október 2019. Í Öryggisvikunni verður boðið uppá ýmsa viðburði til að efla þekkingu og vitund varðandi öryggismál.

Okkur ber öllum skylda til að tilkynna atvik sem geta haft áhrif á öryggi eða ef um slys er að ræða.  Atvik geta verið margvísleg s.s. þegar ekið er fyrir aftan ýtingu, tjón á búnaði eða loftfari, árekstur, slys eða næstum því slys eða aðstæður eða hegðun sem geta ógnað öryggi. Starfsfólk Isavia getur tilkynnt allar tegundir atvika á flugunni.  Starfsmenn annarra fyrirtækja geta tilkynnt atvik á vef Isavia.

Með því að tilkynna, líka næstum því atvik, aukum við öryggi okkar allra og komum í veg fyrir tjón eða slys.

Leiðarljós Isavia er öryggi, samvinna og þjónusta. Flugsamgöngur eru flókin og margþætt starfsemi þar sem öryggi er ávallt í lykilhlutverki. Krafan um öryggi almennings, viðskiptavina og okkar sjálfra felur í sér að við séum alltaf eins vel undirbúin og hugsast getur. Þess vegna erum við sífellt að bæta hæfni okkar og erum alltaf á tánum til þess að bregðast rétt við og stuðla að öruggum flugsamgöngum.

Öryggis- og gæðastjórnunarkerfi Isavia leggur grunninn að skilgreindri ábyrgð, skriflegum ferlum, skráningu og úrvinnslu atvika, öryggis- og gæðamála, gerð áhættumata, framkvæmd úrbóta, öryggisfræðslu og sífelldri endurskoðun á öryggis- og gæðamálum.

MUNUM AÐ SENDA ÖRYGGISTILKYNNINGU!

Verum á varðbergi og látum vita ef öryggi er ábótavant!

Sendum öryggistilkynningu hér á vefnum.


ÖRYGGISLEIKAR ISAVIA

Viljið þið félagarnir verða öryggismeistarar Isavia?

Hvað: Fimm þrautir fyrir liðið þitt að leysa saman.

Hvernig: Hægt er að leysa þrautirnar hvar sem er á landinu og hvenær sem er dags.

Hverjir: Hámark 10 manns í liði.

Hvenær: Þrautirnar eru aðgengilegar mánudag -föstudags.

Af hverju: Því það er svo gaman að vera öryggismeistari Isavia og eiga kost á því að vinna frábæran vinning.

Taka þátt!


SKRÁNING Á VIÐBURÐI ÖRYGGISVIKUNNAR hÉR AÐ NEÐAN

TímiMánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagur
09:30 -10:30

STARFSSTÖÐVA

HEIMSÓKN*

Farþegaþjónusta


Hámark 10 manns.

Hist viðstarfsmanna-

inngang í FLE

STARFSSTÖÐVA

HEIMSÓKN*

Farþegaþjónusta


Hámark 10 manns.

Hist viðstarfsmanna-

inngang í FLE

10:15 - 11:00


STARFSSTÖÐVA

HEIMSÓKN*

Flugturn BIKF


Hámark 10 manns 

Mæting í silfurhlið að minnsta kosti 20 mín fyrir viðburð

STARFSSTÖÐVA

HEIMSÓKN*

Flugturn BIKF

 

Hámark 10 manns

Mæting í silfurhlið að minnsta kosti 20 mín fyrir viðburð 

STARFSTÖÐVA

HEIMSÓKN*

Flugturn BIKF

 

Hámark 10 manns 

Mæting í silfurhlið að minnsta kosti 20 mín fyrir viðburð


JUST CULTURE*

(10:00- 11:00)

Fyrirlestur**

Hljómahöll

(verður streymt á flugunni) 

10:30 - 11:30

BRAUTAR

ÁTROÐNINGUR *

Þjónustuhús BIKF,

2 hæð BERG 


FERÐALAG TÖSKUNNAR *

Starfsstöðvar-

heimsókn

í innritunarsal FLE

 

Hámark 15 manns

RÝMINGARÆFING

3 hæð FLE

BRAUTAR

ÁTROÐNINGUR *

Ingólfshöfði- skrifstofu flugvallasviðs RVK 


RÝMINGARÆFING 

Turninn í Reykjavík 


FERÐALAG TÖSKUNNAR*

Starfsstöðvar- heimsókn

í innritunarsal

FLE


Hámark 15 manns11:00 - 12:00


STARFSSTÖÐVA

HEIMSÓKN*

Flugvallaþjónusta


Mæting í silfurhlið að minnsta kosti 20 mín fyrir viðburð

STARFSSTÖÐVA

HEIMSÓKN*

Flugvallaþjónusta


Mæting í silfurhlið að minnsta kosti 20 mín fyrir viðburð

FÖNK FUNDUR

Öryggisnefndar

Hljómahöll 


FOD GANGA*

Reykjavík

12:00 - 13:00


VINNUSTOFA

UM ÖRYGGISMÁL


Eiríksstaðir 

12:30 - 13:30

STARFSTÖÐVA

HEIMSÓKN *

Flugfjarskipti í Gufunesi 

 

Hámark 20 manns
13:00 - 14:00FOD GANGA*

Keflavík 


14:30- 15:30

AÐSKILNAÐAR

MISSIR** 

Fyrirlestur í Flugstjórnar

miðstöðinni (Venus)
14:00 - 15:00

ÞREYTU

STJÓRNUN**

Fyrirlestur í Ingólfshöfða (RVK ) 
STARFSTÖÐVA

HEIMSÓKN*

Norðurflug

(ath aðeins fyrir starfsmenn Isavia

 

Hámark 20 manns

FOD GANGA*

Akureyri


Allan daginn


* Skráning nauðsynleg
** Viðburði verður streymt 

VISSIR ÞÚ?

  • ...að eitt af gildum Isavia er öryggi?
  • ...að hægt er að senda inn öryggistilkynningu á vefsíðu Isavia og á Flugunni?
  • ...að aðgangskortið þitt á ávallt að vera sýnilegt á öllum starfstöðvum?
  • ...að ávallt skal klæðast sýnileika fatnaði innan flugvallasvæðis? Og á vetrardögum aukum við öryggi allra með því að vera með endurskinsmerki !
  • ...að það er bannað að skilja eftir eða líta framhjá aðskotahlutum (FOD) á flugvallasvæðinu?
  • ...að FOD þýðir Foreign Object Debris?
  • ...að ef slys eða neyð kemur upp skal alltaf hringja í 112 ? ( Ef þú ert á Keflavíkurflugvelli skal ávallt líka hringja í stjórnstöð s. 425 6210)
  • ...að það er mikilvægt að tryggja öryggi allra með því að vera vakandi gagnvart hvers kyns smáatriðum í umhverfinu, til dæmis getur eitt lítið vínber í matsalnum orsakað það að einhver fellur og slasast.
  • ...að vinnuaðstaðan þín getur haft áhrif á heilsuöryggið þitt?
  • ...að hjartasstuðtæki eru aðgengileg í flestum byggingum Isavia og það hefur verið útbúið námsefni um þau?