Hoppa yfir valmynd

Öryggisvika Isavia 1.-5. október

Isavia leggur ríka áherslu á öryggismál og að allt starfsfólk taki virkan þátt í að tryggja öryggi á vinnustaðnum. Til að efla þennan þátt mun verða haldin Öryggisvika dagana 1-5 október 2018. Í Öryggisvikunni verður boðið uppá ýmsa viðburði til að efla þekkingu og vitund varðandi öryggismál.

Leiðarljós Isavia er öryggi, samvinna og þjónusta. Flugsamgöngur eru flókin og margþætt starfsemi þar sem öryggi er ávallt í lykilhlutverki. Krafan um öryggi almennings, viðskiptavina og okkar sjálfra felur í sér að við séum alltaf eins vel undirbúin og hugsast getur. Þess vegna erum við sífellt að bæta hæfni okkar og erum alltaf á tánum til þess að bregðast rétt við og stuðla að öruggum flugsamgöngum.

Öryggis- og gæðastjórnunarkerfi Isavia leggur grunninn að skilgreindri ábyrgð, skriflegum ferlum, skráningu og úrvinnslu atvika, öryggis- og gæðamála, gerð áhættumata, framkvæmd úrbóta, öryggisfræðslu og sífelldri endurskoðun á öryggis- og gæðamálum.

MUNUM AÐ SENDA ÖRYGGISTILKYNNINGU!

Verum á varðbergi og látum vita ef öryggi er ábótavant!

Sendum öryggistilkynningu hér á vefnum.


SKRÁNING Á VIÐBURÐI ÖRYGGISVIKUNNAR

Til að skrá sig á viðburði öryggisvikunnar, smellið á neðangreinda viðburði í dagskránni (appelsínugulir viðburðir þarfnast skráningar). Ef spurningar vakna sendið póst á gudrun.steinsdottir@isavia.is.

TímiMánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagur
10:00 - 11:00

FOD - GANGA*

Týnsla á aðskotahlutum.

Flughlað KEF, 40-46

(Hámark 40 manns)

APRON SAFETY

10:30-12:30

vinnustofa með þjónustuaðilum

FOD - GANGA*

Týnsla á aðskotahlutum.

Flughlað KEF, 2-8

(Hámark 40 manns)11:00 - 12:00

STARFSSTÖÐVA- HEIMSÓKN

Flugvallar-

þjónusta KEF

(Opið öllum, hámark 15 manns)

STARFSSTÖÐVA- HEIMSÓKN

Flugvallar-þjónusta

KEF

(Opið öllum, hámark 15 manns)

STARFSSTÖÐVA- HEIMSÓKN

Flugvallar-

þjónusta

KEF

(Opið öllum, hámark 15 manns)

STARFSSTÖÐVA- HEIMSÓKN

Flugvallar-þjónusta

KEF

(Opið öllum, hámark 15 manns)

STARFSSTÖÐVA-HEIMSÓKN

Flugvallar-

þjónusta

KEF

(Opið öllum, hámark 15 manns)


FOD GANGA OG GRILL

11:00 - 13:30

AEY

12:00 - 13:0013:00 - 14:00

FLUGBRAUTAR-ÖRYGGI

FYRIRLESTUR Í KEF

um mikilvægi öryggis á flug- og akbrautum


SJÁ BEINA ÚTSENDINGU


FLUGBRAUTAR-ÖRYGGI

FYRIRLESTUR í RVK

um mikilvægi öryggis á flug- og akbrautum

FÖNK

13:00 - 15:30

fundur flugöryggis-nefndar KEF


14:00 - 15:00

STARFSSTÖÐVA- HEIMSÓKN

Flugturn KEF

(Opið öllum, hámark 10 manns)

STARFSSTÖÐVA- HEIMSÓKN

Flugturn KEF

(Opið öllum, hámark 10 manns)

STARFSSTÖÐVA- HEIMSÓKN

Flugturn KEF

(Opið öllum, hámark 10 manns)

STARFSSTÖÐVA- HEIMSÓKN

Flugturn KEF

(Opið öllum, hámark 10 manns)

STARFSSTÖÐVA- HEIMSÓKN

Flugturn KEF

(Opið öllum, hámark 10 manns)


FOD GANGA OG STARFSSTÖÐVA-HEIMSÓKN

RKV

14:00-16:00

Allan daginnVIRKNI HJARTA- STUÐTÆKJAVIRKNI HJARTA- STUÐTÆKJAVIRKNI HJARTA- STUÐTÆKJAVIRKNI HJARTA- STUÐTÆKJAVIRKNI HJARTA- STUÐTÆKJA
Allan daginn

ÖRYGGIS-

SPURNINGA-

LEIKUR

á Flugunni

ÖRYGGIS-

SPURNINGA-LEIKUR

á Flugunni

ÖRYGGIS-

SPURNINGA-

LEIKUR

á Flugunni

ÖRYGGIS-

SPURNINGA-LEIKUR

á Flugunni

ÖRYGGIS

SPURNINGA-LEIKUR

á Flugunni

*Mæting kl:09:45 í Silfurhlið, rúta fer þaðan í Gullna hlið kl:09:50 -  mæting í Gull kl 09:55. Farið yfir helstu atriði og akstur með rútunni á vinnusvæði kl 10:00. Áætlað er að öllu sé lokið kl:11:00

VISSIR ÞÚ?

 • ...að eitt af gildum Isavia er öryggi?
 • ...að hægt er að senda inn öryggistilkynningu á vefsíðu Isavia og á Flugunni?
 • ...að aðgangskortið þitt á ávallt að vera sýnilegt á öllum starfstöðvum?
 • ...að ávallt skal klæðast sýnileika fatnaði innan flugvallasvæðis? Og á vetrardögum aukum við öryggi allra með því að vera með endurskinsmerki !
 • ...að það er bannað að skilja eftir eða líta framhjá aðskotahlutum (FOD) á flugvallasvæðinu?
 • ...að FOD þýðir Foreign Object Debris?
 • ...að ef slys eða neyð kemur upp skal alltaf hringja í 112 ? ( Ef þú ert á Keflavíkurflugvelli skal ávallt líka hringja í stjórnstöð s. 425 6210)
 • ...að það er mikilvægt að tryggja öryggi allra með því að vera vakandi gagnvart hvers kyns smáatriðum í umhverfinu, til dæmis getur eitt lítið vínber í matsalnum orsakað það að einhver fellur og slasast.
 • ...að vinnuaðstaðan þín getur haft áhrif á heilsöryggið þitt?
 • ...að hjartasstuðtæki eru aðgengileg í flestum byggingum Isavia og það hefur verið útbúið námsefni um þau?

HJARTASTUÐTÆKI

 • Hjartastuðtæki eru staðsett á nokkrum stöðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sjá meðfylgjandi skjöl.
  Afar mikilvægt að allir starfsmenn kynni sér staðsetningu þeirra. Við tækin eru hvít merki með mynd af grænu hjarta með eldingu í gegnum og litlum krossi.
 • Hjartastuðtæki má nota ef vitni eru að hjartastoppi, skyndilegu meðvitundarleysi eða ef komið er að einstaklingi sem er meðvitundarlaus og slíkt tæki er innan seilingar. Munið að hafa strax samband við 112, Neyðarlínuna.
 • Hjartastuðtæki getur greint alvarlegar hjartsláttartruflanir með talsverðri nákvæmni.
 • Hjartastuðtæki eru einföld í notkun og flest tækin gefa notendum munnlegar leiðbeiningar en auk þess eru á þeim góðar skýringamyndir. Tækið er tengt við brjóstkassa sjúklings með álímdum rafskautum. Tækið gefur rafstuð ef um hættulegan sleglahraðtakt er að ræða.
 • Samkvæmt endurlífgunarráði og embætti landlæknis eru ekki taldar líkur á að valda skaða með notkun þeirra.
 • Til frekari upplýsingar er hægt að horfa á myndband á Youtube sem unnið var í samstarfi Alþjóðasambands Rauðakrossins og Rauða hálfmánans og er hluti af verkefninu „Lærðu að bjarga mannslífi“. Hér er tengill á myndbandið.