Hoppa yfir valmynd

Netöryggi

Aukum öryggi net- og upplýsingakerfa

Isavia hefur tileinkað október öryggisvikunni, má þess geta að október er einnig helgaður netöryggismálum í Evrópu, þar sem markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi þess að auka öryggi net- og upplýsingakerfa bæði fyrirtækja og stofnana. Þann 1.september 2020 munu taka í gildi ný lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða og telst Isavia til einna þessara innviða.

Hvað er netöryggi?

Netöryggi (e.cyber security) snýst um að vernda upplýsingakerfi gegn því að vera stolið, raskað eða þau skemmd, hvort sem um er að ræða vélbúnað, hugbúnað eða aðrar upplýsingar sem á þeim er að finna. Til þess að ógna öryggi net- og upplýsingakerfa eru framkvæmdar svokallaðar netárásir (e.cyber attacks) í þeim tilgangi að fá aðgang að, breyta eða eyða viðkvæmum upplýsingum, framkvæma fjársvik eða trufla starfsemi fyrirtækja. Til að koma í veg fyrir netárásir er mikilvægt að fyrirtæki innleiði öryggisráðstafanir og fræði starfsfólk til að reyna að koma í veg fyrir þessar árásir.

Í lok október mun Isavia fara af stað með upplýsingaöryggisfræðslu til að auka vitund og fræða starfsfólk um netöryggi með það að markmiði að koma í veg fyrir netárásir.

Gott er að hafa í huga:

  • aldrei veita neinum aðgang að tölvunni þinni nema að vera viss um hver tilgangur þeirra er.
  • læsið ávallt tölvum, símum og öðrum búnaði með lykilorði.
  • aldrei deila lykilorði þínu með öðrum.
  • ekki samþykkja vinabeiðnir frá fólki sem þú þekkir ekki. Þau geta misnotað upplýsingar um þig. 
  • gætið þess að nota ekki óöruggt þráðlaust net.
  • gætið þess að nota ekki veikt lykilorð.
  • notið ekki sama lykilorðið á mörgum stöðum.
  • verið vakandi fyrir grunsamlegum erlendum símtölum, það getur verið um fjársvik að ræða. Ekki hringja til baka í erlend númer nema að vera viss um hvaðan þau komi.
  • notið ekki USB lykla nema að um uppruna þeirra. Þeir geta verið sýktir af veiru.
  • veiðipóstar (e.phising) innihalda yfirleitt hlekki eða viðhengi, ef smellt er á hlekkinn eða viðhengið opnað getur tölvan smitast af vírus eða dulkóðað gögnin þín.