Hoppa yfir valmynd

Flugleiðsögugjöld

Hér má nálgast gjaldskrá vegna flugleiðsögu.


LEIÐARFLUGSGJALD Í INNANLANDSSVÆÐI

Innheimt fyrir loftför, 2.000 kg. MTOW að þyngd eða þyngri, í innanlands-loftrými. Loftför er flytja þjóðhöfðingja, sem og leitar- og björgunarflug, eru undanþegin gjaldskyldu.

Gjaldið reiknast á eftirfarandi hátt:  Einingaverð x vegalengd x þyngdarstuðull.

Einingaverð: 1.680 kr.

Vegalengd: Vegalengd í innanlandssvæði, þó ekki í aðflugi, mælt í 100 km. Aðflugssvæði (20 km) dregst frá vegalengd við komu og brottför á flugvelli á Íslandi. Í millilandaflugi telst innanlandssvæði vera 220 km frá lendingu eða brottför á flugvelli á Íslandi. Þannig er notast við 200 km, vegalengdarstuðul 2, við útreikning leiðarflugsgjalds vegna loftfara í millilandaflugi.
 
Þyngdarstuðull: v(MTOWtn/50)
 
 
Eftirfarandi eru undanþágur frá leiðarflugsgjaldi í innanlandssvæði:
 
a)      flug loftfara, þar sem leyfileg hámarksflugtaksþyngd er undir tveimur tonnum,
 
b)      loftför sem flytja þjóðhöfðingja í opinberum erindagjörðum,
 
c)      leitar- og björgunarflug sem eru heimiluð af viðeigandi, þar til bærum aðila,
 
d)     herflug,
 
e)      æfingaflug.