Hoppa yfir valmynd

FLUGSTJÓRNARMIÐSTÖÐ REYKJAVÍKUR

Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur er staðsett í Reykjavík. Þar fer fram stjórnun flugumferðar í aðflugssvæði inn til Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar í innanlandssvæði og í úthafssvæði sem sameiginlega er kallað íslenska flugstjórnarsvæðið.

Íslenska flugstjórnarsvæðið er um fimm og hálf milljón ferkílómetrar að stærð og er það eitt stærsta flugstjórnarsvæði heims. Svæðið nær frá Greenwich-lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland, frá norðurpólnum og suður fyrir Færeyjar, langleiðina til Skotlands.

Meginhlutverk flugstjórnarmiðstöðvar Reykjavíkur er að veita öllu flugi innan íslenska flugstjórnarsvæðisins örugga, skilvirka og hagkvæma flugumferðar- og flugupplýsingaþjónustu.

Að meðaltali fara um 400 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring.