Hoppa yfir valmynd

FLUGSTJÓRNARKERFIN

Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík er búin flugstjórnarkerfum sem taka við upplýsingum um ferðir flugvéla. Kerfin vinna meðal annars úr flugáætlunum og uppfæra reglulega staðsetningar flugvéla í samræmi við upplýsingar sem berast frá þeim á leið yfir hafið.


Helstu kerfi sem notuð eru í flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur:

  • Flight Data Processing System (FDPS): Fluggagnavinnslukerfið sem sér að stærstum hluta um sjálfvirkt upplýsingaflæði bæði milli aðila innan flugstjórnarmiðstöðvarinnar og utan hennar, svo sem flugturna og aðliggjandi flugstjórnarmiðstöðva. Flugrekstraraðilar skila inn flugáætlun þar sem fram koma óskir þeirra. Þessi áætlun berst fluggagnafræðingum í flugstjórnarmiðstöð og flugumferðarstjórn, sem taka tillit til hennar við stjórn flugumferðar á öruggan, skilvirkan og hagkvæman hátt.
  • ATM Surveillance Tracker and Server (ARTAS): Ratsjárgagnavinnslukerfi sem vinnur úr gögnum frá tengdum ratsjárstöðvum og sendir til skjákerfis flugstjórnarmiðstöðvar.
  • Integrated Situation Display System (ISDS): Flugstjórnarkerfi sem sýnir samhæfða mynd af stöðu flugumferðar hverju sinni. Kerfið notar gögn frá ratsjám, ADS-B og FDPS gögnum.
  • Voice Communication System (VCS): Fjarskiptakerfi sem notað er til samskipta hvort sem er innanlands eða erlendis, við viðskiptavini á flugi sem og á jörðu niðri.