Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaráð Isavia

SVEINBJÖRN INDRIÐASON, FORSTJÓRI

 Sveinbjörn Indriðason f. 1972, er hagfræðingur frá Háskóla Íslands 1998. Hann starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og vann við áhættustýringu hjá Icelandair frá 1999 til 2005. Sveinbjörn var framkvæmdastjóri fjármálasviðs FL Group frá 2005 til 2008 og rekstrar- og fjármálastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Clara frá árinu 2011. Sveinbjörn var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia frá árinu 2013 þar til í júní 2019 þegar hann var ráðinn forstjóri Isavia.

ELÍN ÁRNADÓTTIR

Elín Árnadóttir f. 1971, er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1996. Elín vann hjá Íslandsbanka_FBA sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði á árunum 2000 til 2001 og sem sérfræðingur í hagdeild Gelmer Iceland Seafood í Frakklandi frá 1998 til 1999. Elín hefur frá árinu 2001 starfað sem forstjóri og fjármálastjóri hjá forverum Isavia og tengdum félögum. Hún hefur gengt stöðu aðstoðarforstjóra Isavia frá árinu 2010 samhliða því að starfa sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs frá 2010 til 2013 og framkvæmdastjóri þróunar og stjórnunar frá árinu 2013. Við skipulagsbreytingar á árinu 2019 tók Elín tímabundið við starfi  framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar.

GUÐMUNDUR DAÐI RÚNARSSON

Guðmundur Daði Rúnarsson f. 1979, er rekstrarverkfræðingur frá Danmarks Tekniske Universitet 2010. Á árunum 2007 til 2011 starfaði Daði sem verkefnastjóri á upplýsinga- og tæknisviði Iceland Express. Hann var ráðinn deildarstjóri rekstrardeildar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2011, síðar aðstoðarframkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkissonar og við skipulagsbreytinguna 2016 framkvæmdastjóri tækni og eignasviðs Keflavíkurflugvallar. Við skipulagsbreytingar á árinu 2019 tók Daði einnig við starfi framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar.

HELGA R. EYJÓLFSDÓTTIR

Helga R. Eyjólfsdóttir f. 1964, er efnaverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Lundi 1991 og lauk námi í rekstrar- og viðskiptafræðum við Endurmenntun Háskóla Íslands 2004. Helga vann sem verkefnastjóri innlendra og erlendra rannsóknaverkefna á sviði umhverfismála hjá Umhverfisstofnun á árunum 1995 til 2003 og sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði hjá sömu stofnun frá 2003 til 2004. Samhliða gengdi hún starfi öryggis- og fræðslustjóra Umhverfisstofnunar frá árinu 1999. Helga hóf störf hjá forverum Isavia árið 2004 og hefur frá stofnun Isavia árið 2010 verið öryggis- og gæðastjóri.

JÓHANN GUNNAR JÓHANNSSON

Jóhann Gunnar Jóhannsson f. 1973, er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Jóhann starfaði áður sem framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni og tengdum félögum. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og aðstoðarforstjóri Icelandic Group og hjá Bakkavör og Íslenskri erfðagreiningu sem forstöðumaður á fjármálasviði. Jóhann Gunnar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia árið 2019.

ARNAR ÞÓR MÁSSON 

Arnar Þór Másson f. 1971 er með meistaragráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics and Political Science (LSE). Arnar starfaði á árunum 2016-2019 í stjórn European Bank for Reconstruction and Development í London og á árunum 2010-2016 var hann skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu. Hann situr einnig í stjórn Marel og er varaformaður stjórnar. Arnar var ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs og stefnumótunar Isavia árið 2019.