Hoppa yfir valmynd

Um okkur

HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI

Isavia ohf. annast uppbyggingu og rekstur Keflavíkurflugvallar. Dótturfélög þess Isavia ANS og Isavia Innalands reka annars vegar flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og hins vegar öflugt net innanlandsflugvalla á Íslandi. Þessu til viðbótar rekur dótturfélagið Fríhöfnin ehf. fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, sem hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi hjá öllum þeim sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. 

Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs á Norður Atlantshafi. 

Gildi okkar eru þjónusta, samvinna og öryggi.

Íslendingar eru þekktir fyrir gestrisni og hlýlegar móttökur og við leggjum metnað okkar í að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki þegar við tökum á móti okkar gestum.