tengjum heiminn í gegnum ísland
Isavia ohf. er opinbert hlutafélag sem annast rekstur, viðhald og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Dótturfélög þess annast rekstur áætlunarflugvalla í innanlandsflugi og lendingarstaða á Íslandi, fríhafnarverslana og flugleiðsöguþjónustu í innanlandsflugi og alþjóðaflugi yfir norðanverðu Norður-Atlantshafi á 5,4 milljón ferkílómetra svæði. Isavia samstæðan gegnir því mikilvæga hlutverki að annast rekstur og uppbyggingu á innviðum sem leggja grunn að flugsamgögnum Íslands, tenginum við umheiminn og flugi á milli heimsálfa.