Markmið

Isavia vinnur með virkum og skipulögðum hætti að eftirfarandi:

  • Tryggja góða flugþjónustu á Íslandi og framkvæma hlutverk sitt í samfélaginu á öruggan og skilvirkan hátt
  • Stuðla að ánægju starfsfólks og góðu starfsumhverfi
  • Byggja upp rekstur sem er sjálfbær til lengri tíma litið í samstarfi og sátt við viðskiptavini og aðra hagaðila.
  • Umgangast umhverfið með ábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi, draga úr kolefnisspori félagsins og leggja þannig sitt að mörkum til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar
  • Birta opinberlega upplýsingar um samfélagsábyrgð félagsins í samræmi við viðmið UN Global Compact og GRI.