Hoppa yfir valmynd

Markmið

MARKMIÐ

Isavia setur sér markmið í samfélagsábyrgð á hverju ári. Þau eru sett bæði til lengri og styttri tíma. Við val á markmiðum og úrbótaverkefnum þeim tengdum er horft til eðlis fyrirtækisins og stefnu, ábendinga ytri hagaðila, Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og áherslna stjórnvalda þeim tengdum. Um leið er horft til úrbótatækifæra út frá GRI Standards, skuldbindingum félagsins við meginreglur UN Global Compact og hvatningaverkefni sem félagið er aðili að. Air Transport Action Group (ATAG), sem eru samtök innan flugiðnaðarins með það að markmiði að stuðla að sjálfbærum vexti, tengir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við hugmyndir að úrbótaverkefnum fyrir fyrirtæki í flugtengdri starfsemi. Auk þess sem ACI, alþjóðasamtök flugvalla hafa gefið út leiðbeiningar um sjálfbærnivegferð fyrir flugvelli. Félagið horfir einnig til þessara áhersluþátta.

Ítarlegri upplýsingar um setningu og framvindu markmiða og úrbótaverkefna þeim tengdum eru birtar í ársskýrslu Isavia.