Hoppa yfir valmynd

BIRGJAR

Þar sem Isavia er í eigu íslenska ríkisins fellur félagið undir lög um opinber innkaup en helstu aðföngum félagsins má skipta í mannvirkjagerð, þjónustukaup og rekstrarkaup. Samskipti við birgja fara fram á ýmsan máta, s.s. á fundum, með tölvupósti og símtölum. Snúast þau gjarnan um samningaviðræður, eftirfylgni með samningum eða einstök vörukaup. Félagið hefur gefið út siðareglur birgja sem byggja meðal annars á ákvæðum alþjóðaframtaksins UN Global Compact.