Hagaðilar

VIÐ HLUSTUM

Við leggjum áherslu á víðtækt samráð við þá hagsmunaaðila sem treysta á þjónustu okkar og verða fyrir áhrifum af starfseminni. Isavia hefur starfsemi um allt land og hún snertir alla landsmenn. Isavia hefur greint á annað hundrað hagsmunaaðila sem má flokka í viðskiptavini, starfsfólk, samfélag, stjórnvöld og birgja.