Hoppa yfir valmynd

Samfélagsábyrgð

Isavia leggur áherslu á að samfélagsábyrgð sé samþætt stefnu og starfsemi félagsins.

Isavia markaði sér stefnu í samfélagsábyrgð árið 2016 og hefur unnið markvisst að verkefnum sem tengjast stefnunni síðan þá. Áhersla er lögð á jafnvægi milli efnahags, umhverfis og samfélags með sjálfbærni að leiðarljósi. Þau verkefni sem unnið er að eiga það sameiginlegt að stuðla að því að vera hluti af góðu ferðalagi farþega, viðskiptavina, starfsfólks og annarra hagaðila félagsins.

Isavia hefur með höndum rekstur og viðhald á innviðum sem leggja grunn að flugsamgöngum Íslands, tengingum við umheiminn og flugi á milli þriggja heimsálfa. Starfsemin skiptir þar af leiðandi miklu máli fyrir þjóðarhag. Lögð er áhersla á víðtækt samráð við þá hagaðila sem treysta á þjónustu fyrirtækisins og verða fyrir áhrifum af starfseminni.

Isavia leitast við að vera eftirsóttur vinnustaður og félagið leggur áherslu á gott starfsumhverfi og ánægju starfsfólks. Gildi Isavia eru þjónusta, samvinna og öryggi og endurspeglast í þeim áherslum sem félagið leggur til grundvallar í mannauðsmálum. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að haga störfum sínum á öruggan og skilvirkan hátt í sátt við samfélagið.

Hjá Isavia höfum við það að leiðarljósi að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki í sátt og samvinnu. Félagið setti sér  umhverfisstefnu árið 2015 og hefur unnið ötullega að markmiðum stefnunnar með aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum. Í áætluninni eru settar fram fjölmargar aðgerðir sem eiga að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi Isavia.

Árlega eru sett markmið til styttri og lengri tíma í samfélagsábyrgð. Við val á markmiðum og úrbótaverkefnum þeim tengdum er horft til eðli fyrirtækisins og stefnu, ábendinga ytri hagaðila, Heimsmarkmiðanna og áherslna stjórnvalda þeim tengdum, skuldbindingar félagsins við meginreglur UN Global Compact auk annarra hvatningaverkefna fyrir fyrirtæki í flugtengdri starfsemi.

Samfélagsskýrslur

Isavia gefur út árlega samfélagsskýrslu samkvæmt Global Reporting Initiative (GRI) ásamt sérákvæðum GRI-G4 um flugvelli. Markmið með útgáfu samfélagsskýrslunnar er að sýna gagnsæi og gefa dýpri mynd af starfsemi Isavia og áhrifum þess á samfélagið. Með útgáfu skýrslunnar leitast félagið við að varpa ljósi á bæði þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir og líka þeim árangri sem náðst hefur.
Hægt að kynna sér samfélagsskýrslur félagsins hér: