Hoppa yfir valmynd

STEFNA ISAVIA Í SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

STEFNAN OKKAR 

Stefna félagsins í samfélagsábyrgð er grundvölluð á væntingum um samfélagsábyrgð fyrirtækja sem fram koma í almennri eigandastefnu ríkisins, lögum um ársreikninga og lögum um opinber innkaup, svo eitthvað sé nefnt. 

STEFNA

Isavia stuðlar að jafnvægi milli efnahags, umhverfis og samfélags með sjálfbærni að leiðarljósi.

MARKMIÐ

Isavia vinnur með virkum og skipulögðum hætti að eftirfarandi:

  • Tryggja góða flugþjónustu á Íslandi og framkvæma hlutverk sitt í samfélaginu á öruggan og skilvirkan hátt 
  • Stuðla að ánægju starfsfólks og góðu starfsumhverfi
  • Byggja upp rekstur sem er sjálfbær til lengri tíma litið í samstarfi og sátt við viðskiptavini og aðra hagaðila.
  • Umgangast umhverfið með ábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi, draga úr kolefnisspori félagsins og leggja þannig sitt að mörkum til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar
  • Birta opinberlega upplýsingar um samfélagsábyrgð félagsins í samræmi við viðmið UN Global Compact og GRI.