SAMFÉLAGSSJÓÐUR

Isavia vill leggja sitt af mörkum til metnaðarfulls starf á ýmsum sviðum samfélagsins. Félagið hefur átt samstarf við fjölda aðila og styrkt margvísleg samfélagsleg verkefni. Stefna sjóðsins er að styrkja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, bæði á landsvísu sem og á starfssvæðum Isavia.

Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.

Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum. Verkefni sem koma einkum til greina eru:

  • Verkefni á sviði umhverfismála
  • Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga
  • Viðburðir og verkefni á sviði lista, menningar og mennta
  • Verkefni á sviði forvarna og æskulýðsstarfs
  • Flugtengd málefni.

SÆKJA UM STYRK ÚR SAMFÉLAGSSJÓÐI

UPPLÝSINGAR UM BEIÐANDA

TENGILIÐUR

Málefnaflokkur

kr.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Isavia notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram á eyðublaði þessu, s.s. nafn, netfang og símanúmer í þeim tilgangi að vinna úr umsóknum og auðkenna umsækjendur. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila. Að umsóknarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia má finna á vefsíðu félagsins isavia.is.