Hoppa yfir valmynd

SAMFÉLAGSSJÓÐUR

UMSÓKN Í SAMFÉLAGSSJÓÐ ISAVIA

Sækja um

Isavia vill leggja sitt af mörkum til metnaðarfulls starf á ýmsum sviðum samfélagsins. Félagið hefur átt samstarf við fjölda aðila og styrkt margvísleg samfélagsleg verkefni. Stefna sjóðsins er að styrkja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, bæði á landsvísu sem og á starfssvæðum Isavia.

Ákveðið hefur verið að fresta næstu úthlutun úr sjóðnum til ársloka og því verður einungis ein úthlutun úr sjóðnum árið 2019. Allar umsóknir sem berast á árinu verða skoðaðar og við munum senda tölvupóst til umsækjenda  þegar niðurstaða úthlutunar liggur fyrir. Þeim sem vilja endurskoða umsókn sína fyrir úthlutun bendum við á að best er að gera það í gegnum umsóknarferlið hér á síðunni.

Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum. Verkefni sem koma einkum til greina eru:

  • Verkefni á sviði umhverfismála
  • Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga
  • Viðburðir og verkefni á sviði lista, menningar og mennta
  • Verkefni á sviði forvarna og æskulýðsstarfs
  • Flugtengd málefni.