UMSÓKN Í SAMFÉLAGSSJÓÐ ISAVIA
Við tökum virkan þátt í íslensku samfélagi og gegnum því mikilvæga hlutverki að annast rekstur og uppbyggingu á innviðum sem leggja grunn að flugsamgöngum Íslands. Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni er mikilvægur hluti af stefnu fyrirtækisins og styrktarstefnan endurspeglar markmið okkar í sjálfbærni.
Við styrkjum verkefni sem tengjast starfsemi okkar og gagnast samfélaginu með sérstaka áherslu á nýsköpun, menntun og umhverfismál.
Styrktarstefnan styðst við þrjú af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem við höfum sett í forgrunn.
Úthlutanir úr samfélagssjóðnum eru þrisvar sinnum á ári. Næst verður úthlutað úr sjóðnum í febrúar 2023.
Verkefni sem eru ekki styrkt af samfélagssjóðnum:
- Sértæk útgáfuverkefni
- Starfsmannafélög, íþróttafélög, námsferðir eða íþróttaferðir
- Kosningaherferðir nemenda eða stjórnmálaflokka
- Utanlandsferðir listamanna eða listhópa
- Almenn bóka- eða blaðaútgáfa
- Happdrætti, bingó eða slíkir viðburðir