Hoppa yfir valmynd

Síðasta úthlutun

Eftirtalin verkefni hlutu styrk:

Fyrri úthlutun 2019 

Berglind Baldursdóttir

fékk styrk fyrir forvarnarverkefni tengt heimilisofbeldi í samstarfi við Kvennaathvarfið.

Birta landssamtök

fengu styrk fyrir fræðslu og hvíldardaga fyrir foreldra og fjölskyldur sem hafa misst börn sín skyndilega.

Delta Kappa Gamma

fékk styrk vegna ráðstefnu í Reykjavík sem ber heitið Research and Practice in Enhancing the Learning Community and the 6 Cs.

Félag heyrnarlausra

fékk styrk fyrir túlkun bókarinnar Drekinn innra með þér yfir á íslenskt táknmál.

Fjölskylduhjálp Íslands

fékk styrk fyrir matarúthlutanir til skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar.

Flugmálafélag Íslands

fékk styrk vegna flugsýningar á Reykjavíkurflugvelli sem haldin var í september 2018.

Glímusamband Íslands

fær styrk vegna Evrópumóts í keltneskum fangbrögðum sem haldið verður í Reykjanesbæ.

Hildur H. Pálsdóttir

fékk styrk fyrir forvarnarverkefni gegn fíkniefnum fyrir grunnskóla, foreldra og fleiri.

Íþróttafélagið Magni – yngri flokkar

fengu styrk til að efla barna- og unglingastarf félagsins.

Knattspyrnufélagið Víðir

fékk styrk til barna- og unglingastarfs félagsins.

Lionsklúbburinn Hængur Akureyri

fékk styrk til ræktunar á skógarreit í Glerárdal ofan Akureyrar.

Reykjanesbær

fékk styrk fyrir pólska menningarhátíð sem haldin er í Reykjanesbæ.

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda

fékk styrk vegna ráðstefnunnar Drögum (kynja)tjöldin frá – til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn.

Safe ehf.

fékk styrk vegna upplýsingaverkefnis fyrir erlenda ferðamenn sem ferðast um landið á bílaleigubílum..

Saga forlag Ísland

fékk styrk vegna nýrrar heildarútgáfu Íslendingasagna og -þátta í fimm bindum. Útgáfan er í tilefni af aldarafmæli fullveldis á Íslandi.

SamAust, samtök félagsmiðstöðva á Austurlandi

fengu styrk vegna Austurlandsmóts fulltrúa félagsmiðstöðva.

Skátafélagið Heiðabúar

fékk ferðastyrk í félagsútilegur.

Skógarmenn KFUM – Vatnaskógur

fengu styrk til byggingar svefns- og þjónustuskála í Vatnaskógi.

Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna

fær styrk sem ætlað er að vekja athygli á því sem vel er gert í íslensku tónlistarlífi.

Trúðavaktin

fékk styrk til heimsókna íslensku sjúkrahústrúðanna á Barnaspítala Hringsins.

Vakandi

fær styrk vegna átaks í eflingu vitundarvakningar um matarsóun og umhverfismál á Íslandi.

Viðburðastofa Norðurlands

fær styrk vegna vetraríþróttahátíðarinnar Íslensku vetrarleikarnir í Hlíðarfjalli.

Þekkingarsetur Suðurnesja

fær styrk vegna verkefnis sem gengur út á að innleiða samfélagsvísindi hjá Þekkingarsetrinu. Mögulegur ávinningur er aukin umhverfisvitund og umhverfisvernd.