Styrkir til samfélagsins

Isavia leggur samfélagsmálefnum lið með styrkveitingum úr styrktarsjóðum Isavia.

Isavia hefur markað sér stefnu í samfélagsábyrgð og vinnur að verkefnum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð. Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að stuðla að því að við séum hluti af góðu ferðalagi farþega, viðskiptavina og annarra haghafa.

Áhersla er lögð á þrjár víddir, samfélag, efnahag og umhverfi þar sem viðskiptavinir og starfsmenn eru í fyrirrúmi. Þessir þættir koma saman í samfélagsábyrgðarhjólinu sem er grunnurinn að vinnunni í málaflokknum hjá fyrirtækinu. Áherslurnar eru í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins.