Hoppa yfir valmynd

Umhverfisstefna

STEFNAN OKKAR

Isavia mun lágmarka áhrif neikvæðra umhverfisþátta í starfsemi sinni og hefur umhverfismál ávallt til hliðsjónar í ákvarðanatöku fyrirtækisins.

MARKMIÐ

  • Haga störfum okkar þannig að neikvæðum umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki og unnið sé í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO14001 um umhverfisstjórnun og fara í ACA vottun um kolefnislosun flugvalla.
  • Uppfylla kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum er varða umhverfismál starfseminnar og ganga lengra eins og kostur er.
  • Leggja sérstaka áherslu á, góða nýtingu auðlinda, lágmörkun úrgangs og aukna endurvinnslu, leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vistvæn innkaup.
  • Vinna að framþróun umhverfismála með stöðugri vöktun og stýringu þeirra þátta sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna, hvetja til framsækni og umhverfisvænna úrlausna.
  • Birta opinberlega upplýsingar um árangur í umhverfismálum og hvetja til samráðs við starfsmenn, rekstraraðila, nágranna og aðra hagaðila um málaflokkinn.