Hoppa yfir valmynd

VATN

Við erum meðvituð um mikilvægi þess að varðveita ferskleika og hreinleika grunnvatns í nærumhverfinu. Isavia gerir reglulega grunnvatnsrannsóknir á Keflavíkurflugvelli í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Á Keflavíkurflugvelli eru tvær settjarnir. Megintilgangur settjarna er að safna vatni, tefja það á leið sinni og hreinsa það. Hreinsunin er á þann veg að mengandi efni fljóta upp, falla til botns eða síast í gegnum jarðveg. Að auki geta örverur og jarðvegsdýr í jarðvegi stuðlað að niðurbroti eiturefna og góður sem vex við og í tjörnunum getur tekið upp mengandi efni.

Isavia hefur einnig bætt fráveitulagnir undanfarin ár á alþjóðaflugvöllum sem jafnan tengjast fráveitukerfum viðkomandi sveitarfélaga. Árið 2016 var unnið að endurbótum á fráveitulögn frá vesturhluta Keflavíkurflugvallar sem fer í sjó fram. Reist var dælu– og hreinsistöð við Djúpavík sunnan Stafness í Sandgerðisbæ og ný og lengri útrás lögð í sjó fram. Fráveitur frá austurhluta svæðisins tengjast dælu– og hreinsistöð á Fitjum í Reykjanesbæ.