Hoppa yfir valmynd

Áfangastaðir

Áætlunarflug er til fjögurra áfangastaða innanlands frá Akureyrarflugvelli auk þess sem flogið er til Bretlands og Grænlands.

Innanlandsflug

SPENNANDI ÁFANGASTAÐIR FRÁ AKUREYRARFLUGVELLI

Akureyrarflugvöllur býður upp á fjölbreytta möguleika á flugi til spennandi áfangastaða. Frá Akureyraflugvelli fljúga innanlands flugfélögin, Air Iceland Connect og Norlandair.  Air Iceland Connect flýgur daglega á milli Akureyrar og Reykjavíkur og Norlandair flýgur til Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar. Að auki býður Norlandair upp á flug allt árið til Grænlands.

Samstarf er á milli Air Iceland Connect og Norlandair og því hægt að bóka flug á einum miða frá Reykjavík til áfangastaða Norlandair með millilendingu á Akureyri.

Ferðaskrifstofan Super Break býður upp á flug til áfangastaða á Bretlandseyjum yfir vetrartímann.

Reykjavík

Air Iceland Connect
Flogið daglega

Þórshöfn

Norlandair
Flogið fimm daga í viku.

Grímsey

Norlandair
Flogið þrjá til sjö daga í viku.

Vopnafjörður

Norlandair
Flogið fimm daga í viku.

Millilandaflug

Tengiflug í gegnum Keflavíkurflugvöll

Air Iceland Connect
Flogið fimm til sex daga vikunnar.

Nerlerit Inaat, Grænland

Norlandair
Mismörg flug í viku.

FJÖLDI ÁFANGASTAÐA Í BRETLANDI OG TENGIFLUG Í GEGNUM KEFLAVÍKURFLUGVÖLL

Akureyrarflugvöllur er vel búinn alþjóðaflugvöllur og hafa Isavia og markaðsstofa Norðurlands staðið í mikilli sókn undanfarin ár til þess að auka alþjóðlegt flug sem fer um völlinn. Undanfarin ár hefur alþjóðlegt leiguflug aukist en stefnan hefur alltaf verið sett á beint áætlunarflug.

Ferðaskrifstofan Super Break nýverið hafið ferðir til Akureyrar frá mismunandi borgum í Bretlandi yfir vetrartímann. Air Iceland Connect hefur boðið upp á áætlunarferðir á milli Akureyrarflugvallar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug frá Keflavíkurflugvelli en mun hætta því 15. maí 2018.

Frá Akureyrarflugvelli flýgur flugfélagið Norlandair allt árið til Nerlerit Inaat (Constable Point) á Grænlandi.