Hoppa yfir valmynd

Rekstrarhandbók FLE

Valdir hlutar úr handbók rekstrarleyfishafa

1.      Helstu símanúmer FLE
Skrifstofur Isavia: 425-6000

 2.      Rýmingarleiðir

Rekstrarleyfishafi skal sjá til þess að rýmingarleiðir sem fram koma á aðaluppdráttum og sérstökum brunavarnaruppdráttum séu virkar. Ekki má hindra notkun þeirra með því að loka þeim eða koma fyrir framan þær hlutum sem loka rýmingarleiðum.
Þá ber rekstrarleyfishafi ábyrgð á að tilkynna rekstrarleyfisveitanda ef út-ljós og neyðarlýsing sem er hönnuð í rýminu, verði óvirk.

 

3.      Sorplosun
Gámaþjónustan þjónustar Isavia við losun á sorpi.

Flokkun í FLE Er í eftirfarandi flokkum:  

 •  Almennt sorp – pressugámar merktir almennt sorp.  

 • Bylgjupappi – pressugámar merktir bylgjupappa. Bylgjupappi er verðmætur og hann má ekki menga með því að setja annað sorp í bylgjupappagáminn.  

 • Skilagjaldsumbúðir – flöskur og dósir. 

 •  Ljósaperur – sér tunnur merktar með ljósaperum.
   
 •  Gler og postulín – fer í sérmerkt kör eða tunnur. Heilar og óbrotnar flöskur fara í skilagjaldsgáminn.  

 • Olía og steikingarfeiti – sér kör eða sérstaklega afmörkuð svæði þar sem má setja olíubrúsa. Þessir staðir eru merktir í sorpgeymslunum. Líma skal yfir stungugöt á olíutunnum.  
 • Lífrænn úrgangur – matarleifar og notaðar handþurrkur.   

 • Plast – sérstakar plastgrindur sem allt mjúkt plast má fara í. Skilagjaldsumbúðir, plastbakkar o.þ.h. fara ekki í þennan flokk.  

 • Lítil raftæki – raftækjatunnur í sorpgeymslum.

 • Málmar – tunnur fyrir kaffikúta o.þ.h.

 • Rafhlöður – sér tunnur fyrir óflokkaðar rafhlöður.

 

 Umgengni um sorpgeymslur:
 

 • Rekstraraðilar skulu kynna fyrir starfsfólki sínu flokkunarkerfi flugstöðvarinnar og umgengnisreglur um sorprými og leiðbeiningar um notkun á pressum. 
   
 • Í sorpgeymslum er ekki heimilt að geyma umbúðir, kerrur eða búnað sem rekstraraðilar fá frá birgjum sínum. 

 • Rekstraraðilar eru sjálfir ábyrgir fyrir förgun á húsgögnum, stærri raftækjum, búnaði og öllu öðru en því sem fellur undir sorpflokkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 

 • Ef rekstraraðilar eru í vafa um hvert sorp á að fara skal leita til Rekstrarstjórnstöðvar Isavia.

 

Staðsetningar á sorpgeymslum

Sorpgeymslur eru staðsettar á eftirfarandi stöðum: 

 • Austanmegin við norðurbyggingu, á 1. hæð við komusal. Þar er aðstaða til að losa almennt sorp og bylgjupappa í tvískiptan pressugám, lífrænan úrgang, ljósaperur, steikingafeiti og plastumbúðir í sérmerktar tunnur eða kör. 
 •  Við vörumóttöku í vesturbyggingu. Aðstaða til að losa almennt sorp í sérmerktan pressugám, bylgjupappa í sérmerktan pressugám, lífrænan úrgang, sérmerktar tunnur fyrir plastúrgang, gler- og postulínsbrot, skilagjaldsumbúðir, lítil raftæki, kaffikúta og ljósaperur.  
 • Í kjallara í suðurbyggingu. Aðstaða til að losa lífrænan úrgang, skilagjaldsumbúðir, gler- og postulínsúrgang, ljósaperur og smærri raftæki. 
 • Á 1.hæð í suðurbyggingu. Þar er sérmerktur pressugámur fyrir almennt sorp, sérmerktur pressugámur fyrir bylgjupappa, tunna fyrir skilagjaldsumbúðir, sérmerktar tunnur til að losa lífrænan úrgang, sérmerktar tunnur fyrir plast og svo sér tunna fyrir kaffikútahylki.   

 

4.      Vörumóttaka

Allar birgðir/vörur eiga að fara í gegn um vörumóttöku. Sendibílar afhenda vörur í vörumóttöku og rekstraraðilar sækja í framhaldi sínar vörur á sama stað. 

Vörumóttaka er opin frá kl 08:00 til 15:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl 07:00 til 12:00. Vörumóttakan er staðsett í vesturbyggingu.   

Sendibílstjórar þurfa að geta gefið upp hver eigandi vörunnar sé og farsímanúmer tengiliðar eiganda vörunnar. Eigandi vörunnar fær símtal frá starfsmönnum í vörumóttöku þar sem koma vöru er tilkynnt. Ætlast er til að sendingar séu sóttar sem fyrst.