Hoppa yfir valmynd

Malbiksframkvæmdir við Keflavíkurflugvöll

Verkáætlun vegna malbiksviðgerða við Keflavíkurflugvöll

Áætlað er að framkvæmdir hefjist að morgni  mánudaginn 9. september um morguninn og ljúki föstudaginn 13. september. 

Mánudaginn 9. september verður byrjað brottfaramegin á losunar/drop off rútustæðum upp við flugstöð ásamt forgarðsrennu fyrir almenna umferð (sjá mynd). Áætlað er að starfsmenn verði á svæðinu til að stýra umferðinni ásamt því að settar verða upp stýringar fyrir hópbifreiðar og bifreiðar í atvinnurekstri sem munu hafa aðgang að forgarðsrennunni en almennri umferð verður beint inn á skammtímastæðið P1 sem er gjaldfrjálst fyrstu 15 mínúturnar. Hluti af Kjóavöllum verður einnig malbikaður á mánudeginum.

 Þriðjudaginn 10. september verður farið í restina af Kjóavöllum og er áætlað að það klárist daginn eftir.  

 Fimmtudaginn 12. september er áætlað að fara í akstursleið bílaleigna og hópbifreiða vestan megin við flugstöðina.

Föstudaginn 13. september er áætlað að fara í malbiksyfirlögn á svæði 3 - Bílastæði við flugvöll. 

 Ath, birt með fyrirvara um breytingar. Verkáætlun er háð veðri.