Hoppa yfir valmynd

Flokkun á lífrænum úrgangi

 • Lífrænar tunnur eru í sorpgeymslum í vesturbyggingu, suðurbyggingu og norðurbyggingu komu-landside.
 • Rekstraraðilar ráða því hvort þeir taki til sín tóma lífræna tunnu og flytji hana svo inn í ofangreindar sorpgeymslur þegar þær eru fullar eða þá að rekstraraðilar noti önnur ílát sem síðan eru tæmd í lífrænu tunnurnar.
 • Séu tunnurnar teknar inn í vinnslu þá þurfa rekstraraðilar að ganga úr skugga um að ekki séu matarleifar utan á tunnunum þegar þær fara í sorpgeymslur.
 • Vinsamlega hafið í huga að ef ekki er farið eftir leiðbeiningum við þessa flokkun þá eyðileggst tunnan í þeim skilningi að ekki sé hægt að endurvinna efni hennar sem endar þá sem almennt sorp.

Tunnurnar sem við notum líta svona út 

Það má setja lífræna úrganginn beint ofan í tunnurnar eða setja úrganginn í maíspoka og svo ofan í tunnurnar. 

Það má ALLS EKKI setja plastpoka ofan í lífrænu tunnurnar. 

Þetta má EKKI fara í tunnurnar: 

 • Plast 
 • Bréfþurrkur með sápum eða sótthreinsi í 
 • Samlokubréf 

Þetta má fara í tunnurnar: 

 • Ávextir og ávaxtahýði
 • Grænmeti og grænmetishýði
 • Egg og eggjaskurn 
 • Eldað kjöt og fiskur
 • Brauð, hrísgrjón, pasta og kökur
 • Kaffikorgur og kaffi
 • Bréfþurrkur
 • Mjólkurvörur
 • Tepokar