
Gjaldtaka að hópbifreiðasvæði hófst þann 1. mars 2018. Einungis er tekið gjald fyrir sótta farþega en ekki fyrir farþega sem sleppt er út við flugstöðina.
Ný bráðabirgðaverðskrá á ytri hópbifreiðastæði tók gildi þann 5. nóvember 2018. Verðskráin mun gilda þar til mál Isavia og Samkeppniseftirlitsins hefur verið leitt til lykta. Sjá nánar fréttatilkynningu hér.
BRÁÐABIRGÐAVERÐ
- Stakt gjald fyrir hverja ferð 19 eða færri farþega (3.200 kr.)
- Stakt gjald fyrir hverja ferð 20 - 45 farþega (7.400 kr.)
- Stakt gjald fyrir hverja ferð 46 eða fleiri farþega (9.900 kr.)
Hægt er að sækja um aðgang hér að neðan.
ATHUGIÐ: Prókúruhafi fyrirtækis þarf síðan að mæta í afgreiðslu Airport Parking í flugstöðinni til að skrifa undir samning og fá afhenta aðgangslykla að svæðinu.