Hoppa yfir valmynd

Starfsmannastæði

Starfsmannastæði eru staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð norðanmegin við Keflavíkurflugvöll.

Fyrir starfsmannastæði hjá Keflavíkurflugvelli er greitt 2.000 kr. fyrir hvern mánuð og er greitt fyrir heila mánuði.

STARFSFÓLK

Starfsfólk getur keypt bílastæðakort í afgreiðslu Isavia – Airport Parking á 1. hæð á Keflavíkurflugvelli. Fylla skal út þessa umsókn og hafa meðferðis.
 
Greitt er fyrirfram og eingöngu mögulegt að greiða fyrir heila mánuði í senn. Greiðsla fer fram í afgreiðslu Airport parking.

 
REKSTRARAÐILAR

Þeir rekstraraðilar sem greiða fyrir starfsfólk fylla inn umsókn og senda á umsoknir.parking@isavia.is
 
Bílastæðakortin gilda í heilan mánuð í senn þar til þeim er sagt upp með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Uppsögn skal send á ofangreint netfang.
 
Fjárhæð fyrir starfsmannapassa greiðist mánaðarlega eftir á. Reikningar eru sendir með gjalddaga 20. hvers mánaðar. Hafi gjald ekki verið greitt þann dag, reiknast dráttarvextir skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001.

EYÐUBLÖÐ


Isavia notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram á eyðublaði þessu, s.s. nafn, netfang og símanúmer í þeim tilgangi að vinna úr umsóknum og auðkenna umsækjendur. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila. Að umsóknarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia má finna hér.