Hoppa yfir valmynd

SKIPULAGSNEFND

SKIPULAGSNEFND KEFLAVÍKURFLUGVALLAR

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar fer með afgreiðslu skipulagsmála á sveitarstjórnarstigi. Samþykki nefndarinnar við deili- og aðalskipulagstillögu fyrir flugvallarsvæðið telst fullnaðarafgreiðsla málsins á sveitarstjórnarstigi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra setur nefndinni starfsreglur. Ákvæði skipulagslaga og reglugerða settra samkvæmt þeim eiga að öðru leyti við um störf nefndarinnar eftir því sem við getur átt.

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar er skipuð 6 nefndarmönnum. Þrír eru skipaðir samkvæmt tilnefningu sveitarfélaganna Garðs, Reykjanesbæjar og Sandgerðis. Einn skipaður samkvæmt tilnefningu umhverfisráðherra og tveir án tilnefningar og gegnir annar þeirra formennsku.

Isavia ohf kostar og annast gerð deili- og aðalskipulagstillagna fyrir flugvallarsvæðið og leggur fyrir nefndina til afgreiðslu. Isavia ohf. leggur skipulagsnefndinni til fundaraðstöðu og aðstöðu til varðveislu gagna sem og almenna skrifstofuþjónustu. Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar annast þjónustu Isavia ohf. við skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar. Erindi til nefndarinnar má senda á skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar, skipulagsnefnd@isavia.is.

Tengiliður skipulagsnefndarinar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur á skrifstofu samgangna, netfang: fridfinnur.skaftason@srn.is.


FUNDARGERÐIR SKIPULAGSNEFNDAR