Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar er framtíðarsýn flugvallarins byggð á farþega- og umferðarspá til ársins 2045. Áætlunin tekur á öllu skipulagssvæði Keflavíkurflugvallar og nærumhverfis. Þar eru framtíðaráform flugvallarins kortlögð þannig að vel sé farið með fjármagn flugvallarins í góðu samráði við hagsmunaaðila og nærsamfélag. Áætlunin er að sama skapi samráðsvettvangur við hagsmunaaðila sem geta nýtt sér áformin til stefnumótunar sinnar og uppbyggingar.
ÞRÓUNARÁÆTLUN KEFLAVÍKURFLUGVALLAR
Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar 2015-2040 var gefin út árið 2015 og uppfærð þróunaráætlun 2020-45 var gefin út árið 2022. Hér má nálgast þær:

Hér getur þú skyggnst inn í framtíð Keflavíkurflugvallar og fylgst með hvernig hann þróast.