
AUGLÝSING UM NÝTT DEILISKIPULAG Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar. „Austursvæði - Háaleitishlað “.
Deiliskipulagssvæðið er um 108 ha og liggur í suðaustur jaðri Keflavíkurflugvallar og afmarkast til suðurs af umráðasvæði Landhelgisgæslunnar, til vesturs af flugbrautarsvæði, til norðurs af deiliskipulagi NA-svæðis og til suðausturs af götunni Þjóðbraut að skipulagssvæði Reykjanesbæjar. Deiliskipulagið byggir á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013 – 2030 sem nú er í staðfestingarferli.
Deiliskipulagstillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar (https://www.kefairport.is/Um-felagid/THroun/Deiliskipulag/ ) frá og með 4. september 2017.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 18. október 2017. Skila skal skriflegum athugasemdum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is.
Keflavíkurflugvelli, 28. ágúst 2017.
F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar
Sveinn Valdimarsson , skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar.
ELDRI DEILISKIPULÖG OG TILLÖGUR
- Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2005 -2025/ fellt úr gildi 2010
- Leiðarljós og áherslur skipulagsvinnu
- Greinargerð Deiliskipulags
- Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi - Svæði A / Breyting 2010
- Skipulags- og byggingarskilmálar flugþjónustusvæði
- Tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Deiluskipulagssvæði B
- Greinargerð vegna breytingar á deiliskipulagi - Svæði F og H
- Breyting á deiliskipulagi - Svæði F og H
- Tillaga að breytingu deiliskipulags - flugstöðvarsvæði, svæði A breyting E