Hoppa yfir valmynd

FYRIRHUGAÐ ÚTBOÐ Á AÐSTÖÐU FYRIR BÍLALEIGUR

Isavia leitar að áhugasömum þátttakendum í fyrirhugað útboð á aðstöðu fyrir bílaleigur í flugstöðinni.

FYRIRHUGAÐ ÚTBOÐ Á AÐSTÖÐU FYRIR BÍLALEIGUR

FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Isavia leitar að áhugasömum þátttakendum í fyrirhugað útboð á aðstöðu fyrir bílaleigur í flugstöðinni. Um er að ræða aðstöðu til að afgreiða bílaleigubíla til útleigu, þ.e. afgreiðslu inn í flugstöð, bílastæði fyrir utan o.fl.

Undirbúningur útboðsgagna er hafinn og er nú kallað eftir viðbrögðum frá áhugasömum aðilum á markaði með kynningarfundi og í framhaldi af honum formarkaðskönnun. Ekki er skylt að taka þátt i könnuninni til þess að hafa síðar þátttökurétt í útboði en skorað er á áhugasama að koma sínum sjónarmiðum að með því að svara könnuninni.

Kynningarfundur um fyrirhugað útboð og formarkaðskönnun var haldinn á Park Inn Hótel Keflavík miðvikudaginn 4. september 2019.

SAMNINGSTÍMI

Þrjú ár með möguleika á tveggja ára framlengingu, eitt ár í senn (3+1+1).

Áætlað upphaf samningstíma er 1. janúar 2020.

STAÐSETNING 

Flugstöð Leifs Eiríkssonar, komusal og bílastæði

STÆRÐ RÝMIS

N/A

ÚTBOÐSFRESTUR VERÐUR TILKYNNTUR SÍÐAR