FYRIRHUGAÐ ÚTBOÐ Á AÐSTÖÐU FYRIR BÍLALEIGUR
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Isavia leitar að áhugasömum þátttakendum í fyrirhugað útboð á aðstöðu fyrir bílaleigur í flugstöðinni. Um er að ræða aðstöðu til að afgreiða bílaleigubíla til útleigu, þ.e. afgreiðslu inn í flugstöð, bílastæði fyrir utan o.fl.
Undirbúningur útboðsgagna er hafinn. Kynningarfundur um fyrirhugað útboð var haldinn á Park Inn Hótel Keflavík þann 4. september sl. og var formarkaðskönnun send út í kjölfarið. Ekki er skylt að taka þátt í könnuninni til þess að hafa síðar þátttökurétt í útboði.
Útboð verður auglýst fljótlega og munu áhugasamir geta nálgast upplýsingar á útboðsvef og á vefsíðu Isavia. Hvetjum við áhugasama til að fylgjast með.