Hoppa yfir valmynd

Að vinna með okkur

Markaðsráð Keflavíkurflugvallar

Í markaðsráði sitja fulltrúar viðskipta- og markaðsdeildar Isavia og fulltrúar rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli. Fulltrúar rekstraraðila eru valdir á markaðsfund sem haldinn er árlega.

Markmið markaðsráðs er að halda úti sameiginlegum markaðsaðgerðum rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli. Sameiginlegar markaðsaðgerðir hafa það markmið að auka sölu og vekja athygli á úrvali verslunar- og veitingaþjónustu á Keflavíkurflugvelli.

Markaðssjóður

Markaðssjóður er fjármagnaður með mánaðarlegum greiðslum frá rekstraraðilum og sjóðurinn nýttur í þær markaðsaðgerðir sem ákveðnar eru af markaðsráði í þágu rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli.

Tilgangur sjóðsins er að vekja athygli á úrvali verslunar- og veitingaþjónustu á Keflavíkurflugvelli með það að marki að hafa söluhvetjandi áhrif.

Flugvallarsamfélagið

Félagið og rekstraraðilar innan flugstöðvarinnar eru samstarfsfélagar sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Til að ná árangri er nauðsynlegt að vöruúrval í flugstöðinni sé í takti við eftirspurn hverju sinni, þjónustan skilvirk og rekstrareiningin kauphvetjandi. Jafnframt þurfa ferlar innan flugstöðvarinnar að ganga vel fyrir sig svo farþeginn sé í sem mestum kauphug þegar hann kemur til rekstraraðila. Gott samstarf milli aðila er því lykilforsenda góðs árangurs.

Verslunarstjórakaffi

Félagið heldur sameiginlega fundi með öllum verslunarstjórum u.þ.b. sex sinnum á ári. Á fundinum er farið yfir hagnýt mál sem tengjast rekstri innan flugstöðvarinnar og aðilum gefinn kostur á að spegla sínar rekstraraðferðir.

Markaðsrannsóknir

Til að leggja mat á þjónustuframmistöðu á Keflavíkurflugvelli gerir félagið reglulega markaðsrannsóknir meðal farþega. Rannsóknirnar eru af ýmsum toga; svo sem þjónustukönnun fyrir Keflavíkurflugvöll, könnun á verslunar- og veitingaframboði á Keflavíkurflugvelli og þjónustukönnun einstakra verslunar- og veitingaeininga. Rekstraraðilar hafa greiðan aðgang að niðurstöðum rannsóknarinnar auk þess sem þær eru boðaðar á fundi þar sem niðurstöður eru kynntar fyrir þeim.