KEF og rekstraraðilar á vellinum
Samstarf KEF og viðskiptaaðila
Hagsmunir okkar sem koma að rekstri á Keflavíkurflugvelli búa í upplifun farþeganna sem eiga leið um völlinn. Til að ná sem bestum árangri á því sviði leggjum við mikið upp úr sambandi okkar við rekstraraðila, og að það sé reist á traustum grunni. Það er í höndum Viðskipta- og söludeildar okkar (VOS) að kortleggja og framfylgja þessum markmiðum í samstarfi með rekstraraðilum á flugvellinum.
Viðskiptastjórar KEF
Hver rekstraraðili vinnur náið með viðskiptastjóra úr röðum VOS. Hluti af þeirra samstarfi felur í sér að greina þarfir viðskiptavina og sjá til þess að starfsemin standist kröfur sem við setjum okkur í sameiningu varðandi upplifun viðskiptavina. Reglulega fundar viðskiptastjórinn með rekstraraðilanum, svo flæði upplýsinga sé fullnægjandi og vandamál og áskoranir tækluð tímanlega.
Ársfjórðungslegir stöðufundir
Við hittum alla rekstraraðila á vellinum á formlegum fundum þrisvar til fjórum sinnum á ári. Á þeim fundum er farið yfir frammistöðu síðasta tímabils miðað við þau markmið sem sett voru. Sú reynsla sem lærist á þeim fundum mun síðan renna stoðum undir þá nálgun sem við tökum í framhaldinu.
Reglulegir upplýsingafundir
Reglulega eru haldnir upplýsingafundir fyrir alla rekstraraðila. Markmið fundanna er að styðja við framfarir og úrbætur í rekstri fyrirtækjanna sem eru á flugvellinum. Það er gert með því að kynna gögn og upplýsingar sem veita innsýn í framtíð rekstursins svo hægt sé að taka vel rökstuddar ákvarðanir. Þessir fundir gefa rekstraraðilum einnig tækifæri til að upplýsa KEF um fyrirhugaðar aðgerðir og þeirra eigin athuganir.
Verslunarstjórafundir
VOS viðskiptastjórar hitta verslunarstjóra nokkrum sinnum á ári. Þeir fundir eru að mestu leyti rekstrarmiðaðir og gera stjórnendum kleift að deila áskorunum og reynslu sín á milli.
Sérhæfing og nýting gagna til að hámarka upplifun farþega
Til að upplifun viðskiptavina okkar sé sem best þurfum við að vera meðvituð um hvað það er sem þau vilja. Við notumst við ýmsar leiðir til að sjá fyrir breytingar á þörfum farþega og aðlaga starfsemi okkar að því. Við viljum að farþegar geti notið dvalarinnar á flugvellinum svo þau verji meiri tíma þar og neyti meira af þeim vörum og þjónustu sem boðið er upp á.
Sérfræðiþjálfun
Til að bæta enn frekar upplifun viðskiptavina okkar bjóðum við meðal annars upp á sérfræðiþjálfun fyrir starfsfólk sem starfar hjá rekstraraðilum á flugvellinum. Markmið þessarar þjálfunar er að hækka þjónustustigið hjá rekstraraðilum vallarins og bæta þar af leiðandi upplifun farþega. Námskeiðin eru þróuð og skipulögð með markaðsnefndinni okkar og eru haldin nokkrum sinnum á ári. Þjálfunin er í höndum utanaðkomandi sérfræðinga.
Markaðsrannsóknir og miðlun gagna
Við framkvæmum reglulega markaðsrannsóknir meðal farþega okkar til að athuga hversu vel vænt upplifun er að skila sér. Niðurstöður eru sundurliðaðar svo við getum betur skilið hvar tækifærin liggja. Allar niðurstöður eru gerðar aðgengilegar samstarfsaðilum okkar og skoðaðar og ræddar á fundum.
Rekstur á flugvöllum er oft krefjandi og ólíkt því sem tíðkast annars staðar. Hins vegar er þar líka að finna lífleg og spennandi rými sem bjóða upp á gífurleg tækifæri.
Markmið KEF er umfram allt að skapa góða upplifun fyrir farþega í hverri ferð sem þau fara um flugstöðina. Það gerum við í samvinnu við viðskiptafélaga okkar, til að auka ávöxtun allra aðila sem og skapa hlýjar móttökur fyrir viðskiptavini okkar.