Hoppa yfir valmynd

Veitingatækifæri

Nýtt veitingatækifæri í mótun „Food Hall“

Tækifærið fyrir rekstur á „Food Hall“ er í mótun en um er að ræða rekstur á veitingasölu á tveimur svæðum á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar á 2. hæð norðurbyggingar til austurs (austur vængur) og hins vegar á 1. hæð suðurbyggingar (non-Schengen).
Útboðsgögn verði gefin út fljótlega.

Kaffihúsarekstur á Keflavíkurflugvelli

 Við leitum eftir öflugum viðskiptafélögum til að reka kaffihús á Keflavíkurflugvelli. Í flóknu rekstrarumhverfi sem flugvöllurinn er, er sérstaklega leitað eftir aðila sem býr yfir mikilli fagmennsku í rekstri og getur brugðist hratt og vel við breytilegum aðstæðum.

Tækifærið í boði er rekstur á kaffihúsi á þremur svæðum á Keflavíkurflugvelli. Svæðin þrjú sem um ræðir eru:

  1. Á annarri hæð norðurbyggingar sem er aðal verslunar- og veitingasvæðið eftir öryggisleit brottfararfarþega,
  2. Á annarri hæð suðurbyggingar þar sem tengi- og brottfararfarþegar fara í gegn og
  3. Á fyrstu hæð norðurbyggingar sem er utan haftasvæðis þar sem brottfarar- og komufarþegar hafa greiðan aðgang að, ásamt starfsfólki flugvallarins.

 Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 11. júlí sl. og útboðsferlið er því hafið.

Útboðsferli lokið: Tveir nýir veitingastaðir á 2. hæð norðurbyggingar

 SSP í Noregi, hluti af alþjóðlega fyrirtækinu SSP Group, átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri tveggja veitingastaða sem opnaðir verða á Keflavíkurflugvelli um vorið 2023.

Fyrirtækið mun reka veitingastað í samstarfi við íslenska fyrirtækið Jómfrúnna og hefja rekstur á bístró-stað undir nafninu Elda þar sem meistarakokkurinn Snorri Victor Gylfason mun sjá um þróun og hönnun á öllum réttum. Sjá nánari upplýsingar hér.