Hoppa yfir valmynd

Veitingatækifæri

Kaffihús í mótun

Tækifæri fyrir rekstur á kaffihúsi er í mótun en um er að ræða rekstur á þremur svæðum á Keflavíkurflugvelli. Til að tryggja að tækifærið sé í takt við þarfir og kröfur markaðarins er áhugasömum rekstraraðilum boðið að taka þátt í stuttri markaðskönnun. Könnun þessi er eingöngu til þess ætluð að afla og veita upplýsinga og er á engan hátt bindandi fyrir aðila. Svörum við spurningum og öðrum gögnum skal skila inn í gegnum útboðsvef Isavia eigi síðar en mánudaginn 9. maí 2022 kl. 12:00.

Tveir veitingastaðir á 2. hæð norðurbyggingar

Isavia leitar nú að öflugum viðskiptafélögum með víðtæka reynslu af veitingarekstri til að taka þátt í útboði um rekstur tveggja veitingastaða á 2.hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar. Veitingastaðirnir tveir verða með ólíku sniði og nálgun en reknir af sama rekstraraðila. Annar staðurinn verður stór og þarf að ná til breiðs hóps af fólki, bæði þeirra sem eru að flýta sér og þeirra, sem hafa lengri tíma. Hinn staðurinn verður smærri og þar verður horft til afslappaðrar stemningar og veitingaúrvalið tengt við skandinavíska matargerð.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 28. mars sl. og útboðsferlið er því hafið.