Hoppa yfir valmynd

Verslunartækifæri

Eyesland – ný gleraugnaverslun í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli

Íslenska gleraugnaverslunin Eyesland átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um rekstur gleraugnaverslunar á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið mun því opna verslun í  flugstöðinni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Isavia ber að bjóða út verslunar- og veitingarými á Keflavíkurflugvelli sem ná yfir lágmarks virði á samningstímanum. Útboðunum er ætlað að tryggja samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og rekstraraðila. Útboðin eru auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Isavia fylgir lögum og reglum um opinber innkaup. Útboð Isavia byggjast á grundvelli reglugerðar nr. 950/2017 um sérleyfissamninga um verk og þjónustu.


Útivistarfatnaður

Isavia leitar að öflugum rekstraraðila til að taka þátt í útboði varðandi rekstur á verslun sem selur útivistarfatnað á 2.hæð norðurbyggingar sem er aðal verslunar-og veitingasvæðið á Keflavíkurflugvelli.
Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 25.janúar sl. og útboðsferlið er því hafið.


Gjafavöruverslun

Tækifærið fyrir rekstur á gjafavöruverslun er í mótun en um er að ræða rekstur á sölu á gjafavöru og hönnunarvörum. Um er að ræða rekstur á 2.hæð norðurbyggingar sem er aðal verslunar- og veitingasvæðið á Keflavíkurflugvelli. Útboðsgögn verða gefin út í febrúar 2023.


Markaðskönnun - hágæða vörur fyrir húð- og líkamsumhirðu

Isavia leitar nú að aðilum til að taka þátt í markaðskönnun vegna fyrirhugaðs tækifæris til að reka verslun í KEF þar sem aðaláhersla verður lögð á náttúrulegar hágæða vörur fyrir húð- og líkamsumhirðu (Quality Skincare Products). Tilgangurinn með könnuninni er að veita Isavia betri innsýn í markaðinn og áskilur Isavia sér rétt til að hafa samband við þátttakendur sem uppfylla kröfur til að fá nánari útskýringar ef þörf er á.
Vinsamlega athugið að með markaðskönnun þessari er ekki verið að leita tilboða né lýkur ferlinu með skuldbindingu af neinu tagi. Hún er eingöngu til þess ætluð að afla og veita upplýsingar og er á engan hátt bindandi fyrir aðila.

Svörum við spurningum og öðrum gögnum skal skila í gegnum útboðsvef Isavia eigi síðar en 13. febrúar 2023 kl. 12:00. Könnunina má nálgast á útboðsvefnum.

Skoða útboðsvef