Hoppa yfir valmynd

Verslunartækifæri

Keflavíkurflugvöllur er skipulagður af kostgæfni og rekinn með sjálfbærni í huga. Við bjóðum upp á frábært úrval verslana og veitingastaða þar sem allir farþegar geta fundið eitthvað við sitt hæfi á góðu verði.

Fjármálaþjónusta

Isavia leitar að öflugum samstarfsaðila vegna reksturs gjaldeyrisskiptaþjónustu, hraðbanka og þjónustu vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða tvö rými fyrir gjaldeyrisskiptaþjónustu, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og hraðbanka víða um flugvöllinn eftir þörfum. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 17. mars s.l. og útboðsferlið er því hafið.


Útivistarfatnaður

Isavia leitar að öflugum rekstraraðila til að taka þátt í útboði varðandi rekstur á verslun sem selur útivistarfatnað á 2.hæð norðurbyggingar sem er aðal verslunar-og veitingasvæðið á Keflavíkurflugvelli.
Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 25.janúar sl. og útboðsferlið er því hafið.


Gjafa- og hönnunarvörur

Isavia leitar að öflugum rekstraraðila til að taka þátt í útboði varðandi rekstur á verslun sem selur gjafa- og hönnunarvörur á 2.hæð norðurbyggingar sem er aðal verslunar-og veitingasvæðið á Keflavíkurflugvelli.
Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 10.febrúar sl. og útboðsferlið er því hafið.Skoða útboðsvef