Hoppa yfir valmynd

Verslunartækifæri

Keflavíkurflugvöllur er skipulagður af kostgæfni og rekinn með sjálfbærni í huga. Við bjóðum upp á frábært úrval verslana og veitingastaða þar sem allir farþegar geta fundið eitthvað við sitt hæfi á góðu verði.

Gjafavöruverslunin Rammagerðin

Rammagerðin átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri gjafavöruverslunar á 2. hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar. Stefnt er að opnun nýrrar verslunar í byrjun næsta árs.

Sjá nánari upplýsingar.


Grab´n Go, Delicatessen (sælkeraverslun) og snjall-sjálfsala tækifæri í norður- og suðurbyggingu

Isavia leitar að öflugum rekstraraðila til að taka þátt í útboði varðandi rekstur á tveimur Grab´n Go verslunum, sælkeraverslun og snjall-sjálfsölum. Grab´n Go verslanirnar verða á tveimur svæðum á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar á 2. hæð norðurbyggingar við hlið sælkeraverslunarinnar (Delicatessen) sem einnig er partur af þessu tækifæri og hins vegar á 1. hæð suðurbyggingar (non-Schengen). Snjall-sjálfsalarnir verða á sjö mismunandi staðsetningum innan haftasvæði flugvallarins. Sérstaklega er leitað eftir aðila sem býr yfir mikilli fagmennsku í rekstri og getur brugðist skjótt og vel við breytilegum aðstæðum þar sem flugvöllurinn er flókið rekstrarumhverfi.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 14. september sl. og útboðsferlið er því hafið.


Fjármálaþjónusta

Isavia leitar að öflugum samstarfsaðila vegna reksturs gjaldeyrisskiptaþjónustu, hraðbanka og þjónustu vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða tvö rými fyrir gjaldeyrisskiptaþjónustu, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og hraðbanka víða um flugvöllinn eftir þörfum. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 17. mars s.l. og útboðsferlið er því hafið.



Skoða útboðsvef