Hoppa yfir valmynd

Vinnustaðurinn

Að vinna hjá Isavia

Vissir þú að hjá Isavia ohf starfa rúmlega 700 einstaklingar í margvíslegum störfum en innan fyrirtækisins eru rýflega 100 starfsheiti?

Við höfum leikgleðina að leiðarljósi í öllu sem við gerum og vinnum saman að því að ná markmiðum okkar.

Vinnustaðurinn

Við erum með tvær starfsstöðvar, höfuðstöðvarnar sem eru í Dalshrauni 3 í Hafnarfirði og svo hjartað í+ starfseminni sem er Keflavíkurflugvöllur.

Skrifstofur okkar eru að mestu leiti opið vinnurými. Allt skrifstofufólk er með Lenovo tölvur, tvo skjái og síma eftir þörfum.

Allt flugvallarstarfsfólk fær viðeigandi fatnað og þann búnað sem það þarf til að sinna starfi sínu.

Líkamsrækt

Á Keflavíkurflugvelli er líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk. Auk þess getur allt starfsfólk valið um að mæta sér að kostnaðarlausu í líkamsræktarstöðvar eða fá árlegan líkamsræktarstyrk.

Í Dalshrauni er búningsaðstaða á 1. hæðinni með skápum og sturtuaðstöðu.

Mötuneyti

Á Keflavíkurflugvelli erum við að opna veitingastað í bistro anda fyrir starfsfólkið okkar og í Dalshrauni höfum við aðgang að frábæru mötuneyti hússins.

Hádegismatur í mötuneytunum er niðurgreiddur af fyrirtækinu.

Félagslífið

Það er nóg um að vera hjá okkur og við erum með öflugt starfsmannafélag, Staffið, sem sér um að okkur leiðist ekki.  Dæmi um viðburði eru jólahlaðborð, pub - quiz, októberfest, golf, boð í leikhús, fjölskyldudagur og árlega árshátíðin okkar þar sem öllu er tjaldað til.

Menningarsáttmálinn okkar

Við sýnum hvort öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við vonum að þetta hafi gefið þér smá innsýn inn í vinnuumhverfið hjá okkur. En það mikilvægasta af öllu, er að hjá Isavia starfar frábært fólk sem fagnar nýjum ferðafélögum og á eftir að taka vel á móti þér. Endilega sendu okkur umsókn ef þú ert í leit að nýju ævintýri.