Hoppa yfir valmynd

Heilsan í fyrirrúmi

Við leggjum ríka áherslu á bæði líkamlegt og andlegt heilsufar starfsfólks okkar. Við vinnum saman sem ein heild og styðjum hvert annað. Við erum sammála um að einelti og önnur sálfélagsleg áreitni, kynbundin eða kynferðisleg áreitni, verður undir engum kringumstæðum umborin.

Við höfum sett okkur metnaðarfulla viðbragðsáætlun gegn einelti og annarri áreitni. Í viðbragðsáætlun kemur fram m.a. hvernig ferli mála er svo starfsfólk viti hvert á að leita og skýrar boðleiðir fyrir þolanda og geranda.

Við leitumst við að auka heilbrigði starfsfólks okkar með því að búa til gott vinnuumhverfi og hvetjum til alhliða heilsueflingar ásamt því að veita fræðslu um þætti sem stuðla að góðri heilsu.

  • Við bjóðum upp á heilsufarsskoðanir árlega ásamt inflúensusprautu.
  • Við bjóðum upp á viðveru hjúkrunarfræðings á fjölmennustu vinnustöðum ársfjórðungslega.
  • Við bjóðum upp á ráðgjöf hjúkrunarfræðinga í gegnum síma um heilsufar og líðan stafsfólks og fjölskyldna þeirra.
  • Við tökum þátt í heilsutengdum málefnum eins og bleikur föstudagur í anda Bleiku slaufunnar, Mottumars, hjólað í vinnuna, Reykjavíkurmaraþoninu og styðjum að auki við ýmis góð málefni.
  • Árlega eru haldnir hamingjudagar þar sem boðið er upp á ýmsa fyrirlestra um andlega og líkamlega heilsu ásamt heilsutengdum uppákomum.
  • Við bjóðum öllu starfsfólki okkar heilsuræktarstyrk.

Við hlúum að vinnuverndarmálum í því skyni að draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og slysum. Ef þörf er á eru iðjuþjálfar fengnir til að yfirfara vinnustöðvar starfsmanna og koma með tillögur að úrbótum. Hjá fyrirtækinu starfar öryggisnefnd sem saman stendur af fulltrúum starfsmanna og stjórnenda.