Hoppa yfir valmynd

Nýliðamóttaka

VELKOMIN UM BORР 

Við erum hluti af góðu ferðalagi og tökum vel á móti fólki sem er að hefja nýtt ferðalag á nýjum vinnustað.

Nýtt starfsfólk fær góða þjálfun, upplýsingar um starfsemina, ráðningarsamning og allt annað sem þarf til að komast hratt og vel inn í nýtt starf, hvort sem það er heftari, húfa eða öryggisskór.


ÞÚ FINNUR ÞAÐ Á FLUGUNNI 

Flugan, innri vefur Isavia og dótturfyrirtækja, er upplýsingaveita og samskiptavefurinn okkar. Þar má finna fréttir, tilkynningar, auglýsingar fyrir viðburði og upplýsingar um starfsemi Isavia. Flugan sér til þess að starfsmenn séu upplýstir um það sem er að gerast hverju sinni hjá fyrirtækinu.