Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Við erum reglulega að leita að nýjum ferðafélögum sem hefa brennandi áhuga á að starfa hjá Isavia og dótturfélögum. Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs á Norður Atlantshafi.

Almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega. Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur að þeim tíma liðnum og ert enn að leita þér að starfi  hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.  

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Við leitum að einstaklingi til að halda utan um skipulagsmál á Keflavíkurflugvelli. Um áhugavert og fjölbreytt starf er að ræða í lifandi umhverfi. Mikil uppbyggingaráform eru í flugvallarsamfélaginu og þurfum við öflugan og framsýnan einstakling sem er tilbúinn í að þróa skipulag Keflavíkurflugvallar í takt við þau. 

Helstu verkefni:

 • Yfirumsjón með skipulagsmálum flugvallarsvæðis A, Keflavíkurflugvelli  
 • Sér um undirbúning skipulagsgerðar, grenndarkynningu og skipulagstillögu
 • Sér um að skipulagsgögn og málsmeðferð uppfylli ákvæði skipulagsreglugerðar og að unnt sé að framfylgja ákvæðum annarra laga og reglugerða sem við geta átt
 • Samstarf við aðila sem sinna verkefnum á sviði skipulagsmála á Keflavíkurflugvelli og í nærsamfélaginu
 • Gefur út framkvæmdaleyfi og hefur eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum 
 • Sér um útsetningar lóða og skráningu lands/lóða

Hæfniskröfur:

 • Menntun og sérhæfing skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
 • Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði
 • Þekking og reynsla af stjórnun og áætlanagerð æskileg
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
 • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
 • Góð íslensku og ensku kunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Umsóknarfrestur er til og með 12. desember. 

Nánari upplýsingar veitir Stefán Jónsson forstöðumaður skipulagsdeildar Keflavíkurflugvallar, [email protected] 

Ef þú vilt taka þátt í að skipuleggja Keflavíkurflugvöll með okkur í sátt við samfélagið þá hlökkum við til að fá umsókn frá þér.

Sækja um

Isavia leitar eftir að ráða öflugan rafvirkja með starfsstöð á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni snúa að uppsetningu og viðhaldi á fjölbreyttum búnaði. Verkefnin tengjast búnaði eins og hússtjórnakerfi og vöktun, landgöngubrýr, mótorar og stýringar, ásamt almennum raflögnum.  

Hæfniskröfur

 • Sveinspróf í rafvirkjun
 • Þekking á iðnstýringum er kostur
 • Reynsla úr stóriðju eða iðnaði er kostur
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð tölvukunnátta skilyrði
 • Góð íslensku og ensku kunnátta skilyrði

 

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til og með 13. desember

Nánari upplýsingar veitir Jón Haraldsson, deildarstjóri vélræns búnaðar [email protected]

Sækja um

Isavia leitar eftir öflugum einstaklingum til að sinna vopna- og öryggisleit ásamt eftirliti á Akureyrarflugvelli. Umsækjendur þurfa að geta setið vikulangt námskeið sem haldið verður í janúar 2022 á Akureyrarflugvelli. Um er að ræða að mestu næturvinnu en einnig dag- og kvöldvinnu. Störfin eru hlutastörf og unnin í tímavinnu.

Hæfniskröfur

 • Aldurstakmark 18 ára
 • Gott vald á íslenskri og enskri tungu
 • Rétt litaskynjun
 • Góða hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund og metnaður í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 12. desember nk.

Upplýsingar um störfin veitir Hólmgeir Þorsteinsson, verkefnastjóri þjónustu, í netfanginu [email protected]

Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.