Hoppa yfir valmynd

Störf í boði

Isavia stýrir rekstri og þróun Keflavíkurflugvallar sem er einn stærsti og líflegasti vinnustaður landsins. Hér stíga landsmenn fyrstu skrefin í átt að nýjum ævintýrum og erlendir gestir hefja Íslandsdvöl sína eða halda leið sinni áfram út í heim. Keflavíkurflugvöllur, eða KEF er stórt samfélag með umfangsmikla starfsemi. Öll vinnum við saman að því að tryggja einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar, farþegana og flugfélögin sem eiga leið um flugvöllinn.

Við leggjum áherslu á fagmennsku í ráðningum og tryggjum jafnréttis og hlutleysis í öllum okkar ferlum. Við bjóðum nýtt starfsfólk velkomið og tryggjum að þau fái nauðsynlegar upplýsingar, þjálfun og tól til að sinna starfi sínu af kostgæfni frá fyrsta degi. Ef þú lendir í tæknilegum erfiðleikum með umsóknina, ekki hika við að senda okkur tölvupóst á radningar@isavia.is.

Athugið að hér eru aðeins birtar lausar stöður hjá móðurfélaginu, rekstri KEF. Dótturfélög okkar, ANS, Innanlandsflugvellir og Fríhöfnin eru sjálfstæðar einingar með eigin stefnur og ráðningarferli. Öll þrjú bjóða einnig upp á spennandi starfsmöguleika og hvetjum við alla áhugasama til að kynna sér tækifæri hjá þessum fyrirtækjum í gegnum vefsíður þeirra hér að ofan.

AUGLÝST STÖRF

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli, Hafnarfirði, Reykjavíkurflugvelli og á innanlandsflugvöllum um allt land.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt.

Sækja um

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA

  • Allar umsóknir fara í gegnum ráðningarvefinn nema annað sé tekið fram.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
  • Aðeins mannauðsráðgjafar og  stjórnendi þess sviðs sem auglýst starf tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast.
  • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun Ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.