Hoppa yfir valmynd

Um innanlandsflugvelli

Verkefni á flugvöllum landsins taka mið af samþykktri fimm ára samgönguáætlun hverju sinni. Helstu framkvæmdaverkefni eru viðhald flugbrauta, akbrauta og hlaða. Viðhald flugleiðsögubúnaðar, s.s. endurnýjun ljósa og senda og stefnuvita og viðhald bygginga, flugstöðva og þjónustuhúsa fyrir daglega starfsemi. Flugferlar eru endurskoðaðir reglulega á alla flugvelli og lendingarstaði á landinu og flugmálaupplýsingar eru uppfærðar og gefnar út í Flugmálahandbók Íslands. Frekari upplýsingar um einstaka flugvelli er á viðkomandi undirsíðu flugvallar.

Daglegur rekstur á flugvelli er mismunandi eftir árstíðum. Á sumrin er unnið að slætti, fuglafælingum og girðingarvinnu og minni háttar viðhaldi. Reglulegar æfinga eru haldnar í slökkvi og björgunarþjónustu allt árið um kring. Á veturnar er unnið við snjómokstur, söndun og hálkuvarnir ásamt viðhaldi tækja og búnaðar.

Á öllum áætlunarflugvöllum eru til staðar slökkvibifreiðar, björgunarkerrur  ásamt helstu tækjum fyrir brautarviðhald og skoðun.

Starfsemin á Reykjavíkurflugvelli

Samfélagið á Reykjavíkurflugvelli

Þjónustan á Reykjavíkurflugvelli