Hoppa yfir valmynd

Listir og menning á Ísafjarðarflugvelli

TOLLI Á ÍSAFJARÐARFLUGVELLI

 Hinn 17. apríl opnar sýning á nýjum olíumálverkum eftir listamanninn Tolla á Ísafjarðarflugvelli. Um er að ræða samvinnuverkefni Isavia og Tolla og ráðgerðar eru fleiri sýningar á verkum listamannsins á innanlandsflugvöllum á Íslandi á komandi mánuðum. Í framhaldinu er stefnt að því að nýta rými flugstöðva á Íslandi til að styðja við ungt listafólk á hverjum stað og gera því kleift að koma verkum sínum á framfæri.

 Boðið verður upp á léttar veitingar þann 17 apríl frá 15-17 í flugstöð Ísafjarðar.

Við vonum að farþegar og aðrir gestir flugstöðvarinnar njóti sýningarinnar.

UM TOLLA

Þorlákur Kristinsson Morthens er fæddur 3. október 1953 og uppalinn
í Reykjavík. Hann kemur frá listrænu heimili og hefur málað og teiknað frá unga aldri. Tolli hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og lauk prófi úr nýlistadeild árið 1983. Eftir það fór hann í Hochschule der Künste í Vestur-Berlín undir handleiðslu Karl-Horst Hödicke prófessors, sneri heim 1985 og hefur starfað sem myndlistarmaður síðan.

Verk Tolla eru meðal annars í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands, auk nokkurra stofnana í Evrópu og Bandaríkjunum.

CREATIVE TAKEOFF

Með Creative Take Off göngum við til samstarfs við listafólk og hönnuði. Við viljum nýta flugvallarbyggingar til að koma íslenskri list og hönnun á framfæri á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt og gera upplifun ferðafólks áhugaverðari og ánægjulegri.