Hoppa yfir valmynd

Tenging í innanlandsflug

Air Iceland Connect flýgur beint innanlandsflug til Keflavíkur. Þá er hægt að taka rútu með Flybus alla leið á Reykjavíkurflugvöll og tengja þar með við innanlandsflug á Reykjavíkurflugvelli.

TENGIFLUG TIL AKUREYRAR


Air Iceland Connect hóf beint innanlandsflug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar þann 24. febrúar 2017 í tengslum við millilandaflug í Keflavík. 

Flugið er eingöngu ætlað þeim sem að eru á leið í og úr millilandaflugi í Keflavík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjónustu því ferðast alla leið frá Akureyri til endanlegs áfangastaðar í Evrópu eða Norður-Ameríku.

Bóka flug

FLUG FRÁ AKUREYRI 

 • Allir farþegar bókaðir í áframhaldandi flug með Icelandair eru innritaðir alla leið til áfangastaðar erlendis.
 • Farþegar með öðrum flugfélögum eru innritaðir í flugið til Keflavíkur en brottfararspjald í áframhaldandi flug er hægt að nálgast á þjónustuborði viðkomandi flugfélags í Keflavík (á brottfararsvæði) eða eftir öðrum þeim leiðum sem viðkomandi flugfélag bíður upp á s.s. netinnritun, farsímainnritun eða sjálfsafgreiðslustöð.
 • Farþegi fer í flugverndarskimun á Akureyri.
 • Farangur er innritaður á Akureyri í áframhaldandi flug frá Keflavík.

FLUG TIL AKUREYRAR

Bókað í einum flugmiða með Icelandair

 • Farþegi er innritaður áfram til Akureyrar á flugvelli erlendis.
 • Farþegi fær afhent brottfararspjald frá Keflavík til Akureyrar á flugvelli erlendis.
 • Töskur eru innritaðar alla leið til Akureyrar.


Bókað í aðskildum flugmiðum með Icelandair og Air Iceland Connect

 • Farþegi þarf að taka fram á flugvelli þar sem hann innritar sig að loka áfangastaður sé Akureyri.
 • Starfsmaður á flugvelli erlendis innritar töskuna alla leið til Akureyrar skv. beiðni farþega.
 • Farþegi fær afhent brottfararspjald Keflavík-Akureyri.
 • Ef ekki er unnt að afhenda brottfararspjald Keflavík-Akureyri, þá afhendist það á þjónustuborði í Keflavík.


Bókað í aðskildum flugmiðum með Air Iceland Connect og öðrum flugfélögum en Icelandair

 • Farþegi innritar sig og farangur til Keflavíkur.
 • Farþegi fer í komusal (arrivals) í Keflavík og sækir farangur á færiband.
 • Innritunarborð IGS er staðsett í komusal á Keflavíkurflugvelli fyrir þetta flug.
 • Farþegi innritar sig og farangur á innritunarborði IGS staðsettu í komusal.
 • Farþegi fer í flugverndarskimun sem er staðsett í komusal á Keflavíkurflugvelli.
 • Eftir flugverndarskimun fer farþegi aftur inn á fríhafnarsvæði flugstöðvar.


Mikilvægar upplýsingar
Ef farþegi fer út af tollsvæði (út úr komusal) í Keflavík, þá getur hann ekki farið í þetta flug.
Air Iceland Connect ráðleggur farþegum sem þurfa að nálgast farangur í komusal að gefa sér að lágmarki 90 mínútur á milli fluga.

UPPLÝSINGAR UM FRÍHAFNARVERSLUN

Flug frá Akureyri

 • Fríhafnarverslun er til staðar á Akureyri en farþegar geta einnig verslað við komuna til Keflavíkur.

Flug til Akureyrar

 • Tollafgreiðsla fer fram á Akureyri og fríhafnarverslun verður opin við komu til Akureyrar. Farþegar geta einnig verslað í fríhöfninni í Keflavík.


RÚTUFERÐIR MILLI REYKJAVÍKURFLUGVALLAR OG KEFLAVÍKURFLUGVALLAR

Daglegar rútuferðir eru milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar með flugrútu Reykjavik Excursions. Því er auðveldlega hægt að taka flug erlendis frá helstu áfangastöðum á landsbyggðinni með viðkomu í Reykjavík. Hægt er að bóka rútuna og sjá frekari upplýsingar á vefsíðu Reykjavík Excursions.

Bóka flugrútuna


ÁFANGASTAÐIR FRÁ REYKJAVÍKURFLUGVELLI

Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Áætlunarflug er til ellefu áfangastaða innanlands auk þess sem flogið er til nokkurra áfangastaða á Grænlandi og til Færeyja.

Upplýsingar um áfangastaði og bókun