Hoppa yfir valmynd

Mæting og innritun

INNRITUN

HVENÆR ÞARF ÉG AÐ MÆTA Á FLUGVÖLLINN?

Morgnarnir eru háannatímar á Keflavíkurflugvelli og því opnar innritun 2,5 tímum fyrir áætlað flug. Við mælum eindregið með að þú innritir þig á vef flugfélaganna áður en þú mætir á flugvöllinn eða notir sjálfsafgreiðslustöðvar okkar í innritunarsalnum.

Vegna Covid-19 er mælt með að fólk með tímanlega á flugvöllinn til að draga úr raðamyndun. Öryggisleit hefst klukkan 04:00. Flugfélögin geta veitt upplýsingar um hvenær þau hefja innritun.

Sjá innritunarmöguleika flugfélaga á Keflavíkurflugvelli

HVAR FER INNRITUN FRAM?

Innritun fer fram í brottfararsal flugstöðvarinnar sem staðsettur er á 1. hæð.

NETINNRITUN

Farþegar innrita sig í gegnum heimasíðu flugfélagsins og fá brottfaraspjald í snjalltækið sitt eða til útprentunar heima. Við komu á Keflavíkurflugvöll fer farþeginn beint uppá brottfarasvæði ef hann er aðeins með handfarangur.

SJÁLFSAFGREIÐSLA Í INNRITUN

Við bjóðum uppá yfir 60 sjálfsafgreiðslustöðvar í innritunarsalnum sem eru opnar allan sólarhringinn. Farþegum er því velkomið að mæta meira en tveimur og hálfum tíma fyrir flug kjósi þeir það.

Í sjálfsafgreiðslustöðvum innrita farþegar sig sjálfir á innan við einni mínútu þar sem þeir velja sitt eigið sæti, prenta út brottfaraspjöld og töskulímmiða. Eina sem farþeginn þarf að hafa til taks til að geta innritað sig er bókunarnúmer flugs eða vegabréf.


Töskuafhending

SJÁLFSAFGREIÐSLA Í TÖSKUAFHENDINGU

Eftir að farþegi er búinn að innrita sig í sjálfsafgreiðslu eða í netinnritun fer hann í sjálfsafgreiðslu í töskuafhendingu. Þar skannar farþeginn töskuna sína og brottfaraspjaldið og taskan afgreiðist af stað. (Sjá töflu hér með upplýsingum fyrir mismunandi flugfélög).
Nauðsynlegt er að setja bakpoka með lausum böndum í þar tilgerða poka sem staðsettir eru við inngang sjálfsafgreiðslu og passa upp á að töskulímmiði sé vel sýnilegur.

TÖSKUAFHENDING HJÁ FLUGAFGREIÐSLUAÐILA

Starfsmenn flugafgreiðslulaðila taka á móti töskum á innritunarborðum þar sem þær eru merktar og afgreiddar.

TÖSKUAFHENDING Á SÉRSTÆRÐARFARANGRI

Afhending á svokölluðum sérstærðarfarangri fer fram á sérstöku svæði í innritunarsal. Ekki er hægt að sjálfafgreiða sérstærðarfarangur. Skíði, golfsett, barnakerrur og barnabílstólar ásamt fleiru teljast vera sérstærðarfarangur.

Undirbúningur fyrir innritun

Farþegi getur flýtt fyrir sér með því að vera búinn að merkja vel allan farangurinn sinn og haft bókunarstaðfestingar og vegabréf tilbúin. Þegar pakkað er niður fyrir ferðalag ætti að hafa í huga að snyrtitöskum, tannkremi, hárvörum, ilmvatnsglösum, kremi, rakspíra, svitalyktareyði, sápum, raksápu og öðrum sambærilegum hlutum er best fyrir komið í innrituðum farangri.

Muna skal að pakka einnig hlutum í innritunarfarangur sem ekki eru leyfðir í handfarangri. Hlutir eins og skæri, naglaþjalir og vasahnífar verða að fara í innritaðan farangur. Ef slíkir hlutir finnast í handfarangri við öryggisskoðun er farþeganum undantekningarlaust meinað að halda áfram með hlutinn í gegnum öryggishlið.

Hér er tengill á síðu um takmarkanir á farangri hjá Icelandair og frekari upplýsingar.

eftir innritun

Á brottfarasvæði Keflavíkurflugvallar á annari hæð er nóg um að vera og mælumst við því til þess að farþegar fari beint eftir innritun í öryggisleit og þaðan inn á brottfarasvæðið. Þar má finna úrval veitingastaða og verslana sem allar eru undanþegnar virðisaukaskatti. Boðið er uppá ótakmarkað frítt þráðlaust internet ásamt fjölda hleðslustöðva fyrir tæki.