Hoppa yfir valmynd

Algengar spurningar

Hér má finna svör við algengum spurningum um hvað má vera í handfarangri.

Prjónar eru almennt ekki bannaðir í handfarangri. Það er þó mismunandi eftir flugvöllum og ef um tengiflug er að ræða gætu farþegar með prjóna eða aðra oddhvassa hluti fengið athugasemdir vegna þeirra. Flugverndarstarfsmönnum er heimilt, samkvæmt reglugerð, að gera athugasemdir og neita farþegum um að halda áfram með hluti sem þeir telja grunsamlega og ógn geti stafað af.