Hoppa yfir valmynd
Ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen svæðisins

Ferðatakmarkanir sem verið hafa á ytri landamærum Schengen svæðisins hafa verið framlengdar þar til ný reglugerð verður gefin út um afnám tímabundinna ferðatakmarkana gagnvart íbúum tiltekina ríkja.

VEGABRÉFAEFTIRLIT OG SCHENGEN

VEGABRÉFAEFTIRLIT 

Þeir farþegar sem ferðast um á Schengen svæðinu geta gert það án þess að framvísa vegabréfum á landamærum. Þess er hins vegar krafist að þeir sem ferðast á svæðinu hafi meðferðis gild persónuskilríki til að þeir geti sannað á sér deili hvenær sem krafist er. Því er mikilvægt að íslenskir ferðamenn hafi ávallt vegabréf sitt meðferðis þar sem engin önnur raunveruleg persónuskilríki eru gefin út hér á landi. Einnig ber að hafa í huga að flugfélög geta krafist þess að ferðamenn framvísi vegabréfum áður en gengið er um borð í flugvél.

Þeir farþegar sem ferðast utan Schengen í gegnum flugstöðina, þ.e. til Bretlands, Írlands og Norður-Ameríku þurfa að fara í gegnum vegabréfaeftirlit við brottför og komu til landsins.

Sjá nánari upplýsingar um Schengensvæðið 

KERFISBUNDIN SKOÐUN Á FERÐASKILRÍKJUM

Ákvæði EU reglugerðar nr.  2017/458 var innleidd við framkvæmd  landamæraeftirlits á ytri landamærum á Keflavíkurflugvelli frá og með 7. október 2017. Megin breytingin  kveður á um það að allir þeir sem fara um ytri landamærin skulu sæta kerfisbundinni skoðun á ferðaskilríkjum og skal gildi skilríkja kannað með samanburði í tilteknum gagnagrunnum með upplýsingum um stolin, týnd eða ógild ferðaskilríki, innlendum sem erlendum (Interpol stolen and lost documents) Þá ber að fletta öllum upp í Schengen upplýsingakerfinu.  Gera má ráð fyrir því að þessi breyting hafi áhrif á meðalafgreiðslutíma farþega sem fara um landamærin.

Ákvæði EU reglugerðar nr. 399/2016 verður innleidd við framkvæmd landamæraeftirlits frá og með 1. nóvember 2017 en sú breyting felur í sér eftirfarandi:

  1. Útlendingur (erlendur ríkisborgari sem er ekki EES-EFTA útlendingur) sem hyggst dvelja á Schengen svæðinu þarf að framvísa ferðaskilríkjum sem skal hafa verið gefið út á sl. 10 árum til þess að það teljist gilt.
  2. Gildistími vegabréfs útlendings (erlendur ríkisborgari sem er ekki EES-EFTA útlendingu) skal vera í a.m.k. þrjá mánuði umfram brottfarardag.