Hoppa yfir valmynd

FYRIR BÖRNIN

Yngstu farþegarnir fá litabók og liti að gjöf þegar farið er í gegnum öryggisleitina. Bækurnar og litina er einnig hægt að nálgast á upplýsingaborði á verslunar- og veitingasvæði og í Suðurbyggingu. Litabækurnar eru fallegar myndskreyttar með allskyns dýrum.

Leiksvæði er staðsett fyrir neðan hlið D24 - 29 í Suðurbyggingu. Leiksvæðið er aðgengilegt þeim farþegum sem eru að ferðast til Bretlands, Írlands og Norður-Ameríku. Á svæðinu er einnig setusvæði fyrir foreldrana þar sem hægt er að hlaða raftæki. Einnig vorum við að opna nýtt leiksvæði við hlið C í Suðurbyggingu.

Barnakerrur má finna víðsvegar í flugstöðinni og ykkur er velkomið að taka kerru fyrir litlu farþegana sem eru á leið í ferðalag.