Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við fatlaða (PRM)

Fötluðum og hreyfihömluðum flugfarþegum sem ekki komast auðveldlega um býðst aðstoð þjálfaðs aðstoðarfólks sér að kostnaðarlausu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Hvað er PRM farþegi? 

PRM stendur fyrir „Persons with Reduced Mobility“ sem er yfirhugtak yfir einstaklinga með fötlun og/eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél.

PRM þjónusta á Keflavíkurflugvelli 

PRM farþegum stendur til boða aðstoð þjálfaðs starfsfólks sér að kostnaðarlausu. Hér að neðan er farið yfir helstu þætti þjónustunnar og spurningar sem gætu vaknað. 

Eftirfarandi tvær ástæður geta valdið því að þú fáir synjun á flugi.

1.   Öryggi: Ef þú getur hvorki spennt sætisbeltið sjálfur, sett á þig súrefnisgrímu og björgunarvesti né komist sjálfur frá borði í neyð, á hvaða hátt sem er, þá getur flugfélagið neitað þér um að ferðast með þeim nema að þú fljúgir með fylgdarmanni.

2.   Stærð flugvélar: Ef stærð flugvélarhurðar er ekki nógu stór til að hjólastóllinn þinn komist um borð þá á flugfélagið að láta þig vita sem allra fyrst. Þú átt rétt á því að þau bjóði þér annað flug þar sem hjólastóllinn þinn kemst um borð.