Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við fatlaða og hreyfihamlaða farþega

Fötluðum og hreyfihömluðum farþegum býðst aðstoð þjálfaðs aðstoðarfólks sér að kostnaðarlausu við að komast um Keflavíkurflugvöll.

Hvað er PRM farþegi? 

PRM stendur fyrir „Persons with Reduced Mobility“ sem er yfirhugtak yfir einstaklinga með fötlun og/eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél.

PRM þjónusta á Keflavíkurflugvelli 

PRM farþegum stendur til boða aðstoð þjálfaðs starfsfólks sér að kostnaðarlausu. Hér að neðan er farið yfir helstu þætti þjónustunnar og spurningar sem gætu vaknað. 

Þjónustukönnun prm farþega

Til þess að geta veitt gæðaþjónustu skiptir miklu máli að fá þitt álit.