Hoppa yfir valmynd

Vildarþjónusta á Keflavíkurflugvelli

Isavia í samstarfi við Servio býður farþegum á leið um Keflavíkurflugvöll upp á móttöku- og brottfararþjónustu sem auðveldar för um flugvöllinn.

Þjónustan er sniðin að þörfum hvers og eins til að gera ferðalagið frá einum stað til annars innan flugvallarsvæðisins eins þægilegt og mögulegt er. 

Möguleikar eru nokkrir, t.d. getur starfsmaður Servio aðstoðað við innritun, með innritun farangurs og endurheimt farangurs, við för í gegnum öryggisleit og vegabréfaskoðun, við verslun og veitingaþjónustu á fríhafnarsvæði, við endurgreiðslu á virðisaukaskatti og fylgd alla leið út í flugvél. Þjónustan er í boði fyrir farþega sem eru að koma til landsins eða fara og eins við tengifarþega í gegnum Keflavíkurflugvöll. Brottafararfarþegar sem nýta sér vildarþjónustuna fá flýtimeðferð í gegnum öryggisleit og eiga möguleika á að kaupa sér aðgang að biðstofu Icelandair Saga lounge.

Þjónustuna þarf að panta með 72 klukkustunda fyrirvara hjá Servio.

Vinsamlega hafið sambandi í síma + 354 571 0800 eða með tölvupósti til booking@servio.is ef einhverjar spurningar vakna.

HRAÐLEIÐ Í ÖRYGGISLEIT OG ÖNNUR ÞJÓNUSTA

Flugfélög bjóða farþegum sínum upp á að kaupa ýmiss konar viðbótarþjónustu. Meðal annars hraðleið um öryggisleit og móttöku, fylgd og aðstoð innan vallarins. 

Hraðleið í öryggisleit er í boði endurgjaldslaust fyrir farþega sem nota hjólastól, farþega sem eiga erfitt með gang, fjölskyldur með ung börn og börn með sérþarfir. 

Kannaðu hvaða þjónusta er í boði hjá þínu flugfélagi.