Hoppa yfir valmynd

Vildarþjónusta á Keflavíkurflugvelli

Isavia í samstarfi við Servio býður farþegum á leið um Keflavíkurflugvöll upp á móttöku- og brottfararþjónustu sem auðveldar för um flugvöllinn.

Vildarþjónusta er sérsniðin þjónusta fyrir farþega á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtæki sem sinna vildarþjónustu hafa til þess rekstrarleyfi frá Isavia og þurfa að uppfylla viss skilyrði til að geta veitt þjónustuna.
Þjónustan er fjölbreytt og hvetjum við farþega til að kynna sér þjónustuframboð hvers og eins þar sem það getur verið mismunandi.

Þjónustan getur meðal annars falist í eftirfarandi:

• Persónuleg aðstoð
• Fylgd í gegnum flugvöllinn
• Hraðleið í öryggisleit
• Aðstoð við innritun
• Aðstoð við endurheimt farangurs
• Aðstoð við vegabréfaskoðun
• Aðstoð við verslun og veitingaþjónustu á fríhafnarsvæði
• Aðstoð við endurgreiðslu á virðisaukaskatti

Þjónustan er í boði fyrir alla farþega, komu,- brottfara,- og tengifarþega og er kjörin fyrir fólk sem ferðast sjaldan, ferðast með mikinn farangur eða einfaldlega farþega sem vilja létta sér ferðalagið og fá reynda þjónustuaðila til að aðstoða sig.

Vinsamlega hafið sambandi í síma + 354 571 0800 eða með tölvupósti til booking@servio.is ef einhverjar spurningar vakna.

HRAÐLEIÐ Í ÖRYGGISLEIT OG ÖNNUR ÞJÓNUSTA

Flugfélög bjóða farþegum sínum upp á að kaupa ýmiss konar viðbótarþjónustu. Meðal annars hraðleið um öryggisleit og móttöku, fylgd og aðstoð innan vallarins. 

Hraðleið í öryggisleit er í boði endurgjaldslaust fyrir farþega sem nota hjólastól, farþega sem eiga erfitt með gang, fjölskyldur með ung börn og börn með sérþarfir. 

Kannaðu hvaða þjónusta er í boði hjá þínu flugfélagi.